Þessi maður vildi vekja athygli á fyrirtæki sínu. Honum virðist alveg standa á sama um hvort athyglin sé neikvæð eða jákvæð, hann vill bara athygli. Maðurinn birti mynd af konu, aftan á pallbíl þar sem hún lá bundin og að því er virðist meðvitundarlaus. Þetta var þó allt saman sviðsett og konan sem er á myndinni er starfsmaður í fyrirtæki mannsins. Maðurinn sem heitir Brad Kolb og er eigandi fyrirtækisins Homet Signs segir að fólki hafi almennt ekki líkað þetta uppátæki hans. Hann er þó ánægður með athyglina sem fyrirtækið fékk. Hann tekur það þó fram að hann sé ekki að mæla með því að konur séu bundnar og lagðar á pallinn á pallbílum.

Mögulega neikvæðasta og hugsanlega lélegasta markaðssetning ársins? Hvað finnst þér um þetta?

SHARE