Vísindin segja að þetta sé fallegasta fólkið

Fegurð er í augum sjáandans en fólk hefur nokkuð sameiginlegt hvað varðar þá fegurð sem þeim finnst aðlaðandi. Til dæmis þykja vöðvastæltir menn meira aðlaðandi og konur með mjó mitti, stór augu, þrýstnar varir og brjóst, þykja kynþokkafullar í augum hins kynsins.

Dr. Chris Solomon, sem starfar hjá háskólanum í Kent ákvað að finna út hvað þætti hin fullkomna fegurð. Hann notaði tæknina til að hanna 100 mismunandi andlit byggða á könnun sem hann gerði á fólki, þar sem hann bað fólk um að meta þessi 100 andlit byggða á fegurð.

Sjá einnig: Mundu þetta þegar þú efast um fegurð þína

Niðurstöðurnar sýndu að fegurð konunnar væri sambland af Emma Stone og Natalie Portman, með þykkar augabrúnir, þykkar varir og hjartalaga andlit. Karlmaðurinn var grófur, með sterka kjálkalínu og dökkt hár.

Solomon segir að þessi könnun hafi áhugaverðar niðurstöður um hvað Bretum finnst vera sönn fegurð og völdu þau öll hvíta manneskju og þau sem koma frá þeim svæðum þar sem blandaðir menningarheimar eru. Mikilvægt er þó að segja að niðurstöðurnar væru eflaust aðrar á öðrum landsvæðum.

Here’s-What-The-Most-Beautiful-Man-and-Woman-Look-Like-According-to-Science-1

Sjá einnig: Fegurðin kemur að innan: ,,Maki minn er fullkominn eins og hann er“

Líkamleg aðlöðun er mismunandi eftir menningum og hefur hún mismunandi áherslur, en sumt er þó alþjóðlegt, til dæmis vilja konur hafa mennina hærri en þær og með karlmannslega þætti. Karlmenn leitast eftir konum sem eru lærri en þeir, með þrýstnar varir og stór brjóst, með andlit í vissum hlutföllum. Vísindalega séð leitumst við eftir fólki sem á eftir að gefa okkur aðlaðandi, heilbrigð og sterk börn.

Sjá einnig: Ný auglýsing Dove leggur til að við endurskilgreinum fegurð – Myndband

Heimildir: womendailymagazine

SHARE