“Vitgrannur maður verður ástfanginn af akfeitri hlussu vegna innri fegurðar hennar”

Rúv auglýsir dagskrá kvöldsins. Klukkan 20:30 verður kvikmyndin Shallow Hal sýnd. Í dagskránni stendur:

Grunnhyggni Hal 
Vitgrannur maður verður ástfanginn af akfeitri hlussu vegna innri fegurðar hennar. 

Hvað finnst þér um þetta orðalag? Á maður að tala um akfeitar hlussur?

Það er ágætt að setja hér inn mynd af aðalleikaranum en ekkert er talað um vaxtarlag hans. Kvikmyndin er ádeila á þá grunnhyggni að velja sér maka eftir vaxtarlagi. Aðalleikarar myndarinnar eru þau Gwyneth Paltrow og Jack Black.

 

Hér má sjá brot úr kvikmyndinni:
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”NMLZnY2nLcw”]

SHARE