Vorhreingerning í 7 skrefum

Snyrtivörurnar þínar geta verið himnaríki fyrir bakteríur og önnur óhreinindi. Flestar erum við sekar um það að þrífa ekki burstana okkar nægilega oft og halda of lengi í gamlar snyrtivörur. Nú er kominn tími á að taka til í snyrtiveskinu, henda og þrífa!

 

 

1. Ef þú hefur ekki notað vöruna síðastliðið ár, hentu henni!
Fyrsta skrefið í vorhreingerningunni er að fara yfir snyrti- og húðvörur og henda öllu því sem þú hefur ekki notað síðastliðið ár. Húðvörur sérstaklega geta misst virkni sína með tímanum eftir að þær hafa verið opnaðar og bakteríur njóta sín vel í kremum sem þú hefur stungið puttunum í.

2. Minna er meira
Nú þegar þú hefur tæmt skápana þína og ert búin að hreinsa allar hillur með rakri tusku og sótthreinsiefnum þarftu að vanda valið hvað fer inn aftur. Hafðu í huga að betra er að eiga færri en betri vörur í skápum og skúffum. Þannig munu þær nýtast þér betur, klárast áður en þær renna út og þú ert líklegri til þess að nota þær.

Sui 170006

3. Hreinsaðu tæki og tól
Það er fyrir öllu að gæta að hreinlæti í förðun og húðumhirðu. Í farðaburstum þínum og svömpum safnast fyrir bakteríur í hvert skipti sem þú notar þá. Nauðsynlegt er að temja sér að hreinsa áhöld einu sinni í viku með sérstökum burstahreinsi sem inniheldur jafnframt sótthreinsandi efni. Ekki gleyma að hreinsa reglulega hárburstann þinn, tannbursta, rakvél og plokkara.

4. Burt með puttana!
Yfir 150 tegundir baktería eru á höndunum þínum og þær þrífast vel í snyrti- og húðvörum. Um leið og þú snertir slíkar vörur lifa bakteríurnar áfram vel og lengi. Því er mjög slæmt að fara með puttana ofan í kremkrukkur, augnskugga og fleira því þá smitarðu allt innihaldið með bakteríum. Tileinkaðu þér að nota stálspaða eða litlar skeiðar til að taka upp úr krukkunum og setja á handarbakið. Notaðu svo hreina farðabursta í aðrar vörur.

5. Endurnýjaðu snyrtiveskið
Snyrtiveskið þitt er sennilega orðið húðlitað að innan í bland við einstaka augnskugga og augnblýantsklessur. Eflaust er meira af bakteríum í því en snyrtivörunum. Tæmdu veskið og kauptu þér nýtt, það er mun fljótlegra og ódýrara ef út í það er farið. Þegar þú ert komin með nýtt og ferskt veski skaltu raða í það í takt við skref 1 og 2.

6.  Raðaðu eftir tilgangi
Það mun spara þér mikinn tíma að raða snyrtivörunum eftir tilgangi. Augnblýantar saman, varalitir saman, gloss saman og svo framvegis. Raðaðu húðvörunum í þá röð sem þú notar þær. Þannig geturðu framfylgt góðri rútínu í húðumhirðunni, sama í hvaða ástandi þú ert!

7. Frískaðu upp á rútínuna
Bráðlega förum við að pakka saman dökkum, þykkum fötum og drögum fram léttar og ferskar flíkur. Það sama á við um snyrtivörur. Frískaðu upp á förðunarrútínuna með því að breyta til í litavali og áferðum.

Som 1700941

 Sjáðu fleiri frábær ráð hér!

nude-logo-nytt1-1

 

 

Tendgar greinar: 

Undirfatatíska: Svona velur þú réttu stærðina og sniðið

Er „pixlað“ hár nýjasta tískan?

Vortískan: Mildir og bjartir litir með æpandi ívafi í fylgihlutum

SHARE