Vorið 2014 – Hvað þarftu að eiga?

Hver er ekki tilbúinn í að versla vorfatnaðinn? Á þessum tíma erum við flest komin með upp í kok af vetri og myrkri og snjóhríð og láréttri rigningu og öðrum undarlegum veðrabrigðum. Þá er gott að láta sig dreyma um garðpartí, heit sumarkvöld, grillveislur og snekkjuferðir. OK, snekkjan er kannski full langt gengið… En þið vitið. En hvað þarf maður að eiga í vor?

1. Fiskibeinsmynstur

Þetta mynstur er ótrúlega heitt. Þetta verður vinsælt í klæðnaði, fylgihlutum og jafnvel húsbúnaði og húsgögnum.

fiskibeina

2. Svart/hvít hetja

Erum við ekki öll KR-ingar inn við beinið? Þeir sem eru það fagna þessari blöndu. Þeir sem eru það ekki fá að upplifa gleðina við að vera það í augnablik. Þessi litablanda getur ekki klikkað. Paraðu saman einhverjum einum lit og málið er dautt.

Untitled

3. Áberandi skart

Þessi tíska í fylgihlutum hefur verið áberandi undanfarið og svo virðist sem ekkert lát sé þar á. Breið armbönd, stór hálsmen, þungir eyrnalokkar. Þetta gengur allt saman.

skart

4. Ferskjulitur

Ferskjuliturinn var áberandi síðasta vor og verður það aftur í ár. Þessi litur fer næstum því öllum vel. Hann er mildur og hlýr. Passaðu bara að forðast blúndukjóla í þessum lit í kringum fermingarnar. Þér gæti verið neitað um afgreiðslu í Vínbúðinni.

ferskju

5. Gallajakki

Já, þessi fasti fer ekki langt. Gallajakkinn er orðinn að klassískri flík í fataskápnum og um að gera að fjárfesta í einum góðum slíkum. Þú kemur líklega til með að nota hann aftur og aftur og aftur næstu árin.

galla

6. Fylltir hælar

Og er það vel. Margar þurfum við á nokkrum aukasentimetrum að halda en fæstar nennum við að arka um í vorslabbinu í pinnahælum. Fylltir hælar eru með ólíkindum þægilegir og allar konur ættu að eiga a.m.k. eitt par í skápnum!

fylltir

 

 

SHARE