Vorið í nöglum

Vorið er dásamlegur tími og uppáhalds tími margra. Það fer að létta undir skapið hjá okkur. Sólin fer að láta sjá sig og við förum að plana sumarfríið. Kaldur vetur fer að taka enda.

Með léttara veðri fara viðskiptavinir að velja sér bjartari liti, vor- og sumarlega.

Þeir litir sem eru vinsælastir hjá mér í ár eru að sjálfsögðu nýjustu litir NEONAIL á Íslandi. Vorlínan í ár heitir “THE MUSE IN YOU” 

Skemmtilegi parturinn við að gera neglur er að þú ert aldrei að gera það sama, mér finnst alltaf spennandi og skemmtilegt þegar að nýjar árstíðir koma, þá koma nýjir litir. Hér eru þeir, vorlitirnir 2024, en þeir eru fáanlegir á Jamal.is

“Að tilheyra NEONAIL teyminu á Íslandi er besta ákvörðun sem ég hef tekið
frá því að ég útskrifaðist sem naglafræðingur 2009”

Karitas Ósk Ahmed

Greinilega mjög margt í boði og litirnir eru alveg trylltir!


Sjá einnig:

SHARE