Vogue hunsaði Kim Kardashian

Nýjustu fregnir herma að Kim okkar Kardashian sé hreint ekki sátt við Anna Wintour, ritstýru tískutímaritsins Vogue, þessa dagana. En nýlega kom út sérstakt blað tileinkað Met Gala hátíðinni sem fram fór í síðustu viku. Þrátt fyrir að Kim hafi komist á lista yfir best klæddu konur kvöldsins er hún ekki nefnd á forsíðu blaðsins. Né hennar ágæti eiginmaður, Kanye West.

Sjá einnig: Kim Kardashian: Tekst á við óöryggi sitt vegna psoriasis með því að sitja fyrir nakin

vogue-met-gala-special

Rihanna prýðir forsíðu hátíðarútgáfunnar en guli kjóllinn hennar vakti gríðarlega athygli. Kendall Jenner, systir Kim, fékk sitt nafn á forsíðuna.

Vesalings Kim & Kanye.

kim-kardashian-met-gala2_0

Sjá einnig: Kim og Kanye flugu á almennu farrými

SHARE