Vúlkanbúinn Mr. Spock (Leonard Nimoy) er dáinn

Stórleikarinn Leonard Nimoy, betur þekktur sem Mr. Spock í Star Trek, er látinn. Banamein Nimoy var lungnasjúkdómur sem leikarinn þróaði vegna keðjureykinga – en þrátt fyrir að hafa drepið í síðasta vindlingnum fyrir þremur áratugum síðan, urðu reykingar engu að síður banamein Spock, eins og hann var gjarna kallaður.

kirk_spock_scotty

Upprunalegu þættirnir voru sendir út á sjötta áratugnum og urðu fyrirmynd endurgerða seinni tíma

Langvinn lungaþemba var banamein leikarans sem andaðist í L.A. 

Spock, eða Leonard eins og hann hét réttu nafni, var 83 ára gamall er hann andaðist fyrr í þessari viku, en hann var lagður inn á sjúkrahús fyrri skemmstu. Eiginkona Leonard sagði í viðtali við New York Times að leikarinn geðþekki hefði andast á sjúkrahúsi í Los Angeles, en hún staðfesti einnig að langvinn lungateppa völdum reykinga hefði að lokum haft yfirhöndina.

William_Shatner_Leonard_Nim

Kaptein Kirk og Mr. Spock eru fyrir löngu orðnar klassískar kvikmyndapersónur

Tísti hinstu kveðju sl. mánudag – LLAP  (Live Long And Prosper) 

Það var í hlutverki hins hálfmennska Vúlkanbúa sem Leonard sló gersamlega í gegn við hlið William Shatner sem flugstjóra í upprunalegu Star Trek seríunum sem sjónvarpað var á árunum 1966 til 1969. Leonard fór þar með hlutverk Mr. Spock en William lék Kaptein Kirk í seríunum sem voru upprunalega þrjár talsins og hafa verið endurgerðar bæði í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu við fádæma vinsældir.

3073451612_91c59c11c4

Live Long And Prosper – Lifðu vel og lengi – urðu aðalsorð Mr. Spock í þáttaröðinni

Hér má sjá Leonard í hlutverk Spock, fara með eina frægustu línu sína en leikarinn tísti jafnframt neðangreindri kveðju að hinsta sinni til aðdáenda sinna sl. mánudag:

SHARE