Fyrirliðinn skellti sér beina leið til Spánar í frí eftir ósigurinn á móti Íslendingum

Wayne Rooney (30) og eiginkona hans Coleen (30) ákváðu að fara í frí á lúkussnekkju við strendur Spánar eftir að lið hans datt úr Evrópumeistaramótinu á mánudaginn síðastliðinn. Slíkur er lúxusinn á fyrirliðanum að hann þarf að reiða fram hvorki meira né minna en rúmar 19 milljónir fyrir viku á þessari dýrindissnekkju, en hann hefur svo sannarlega efni á þess kyns munaði. Flestir liðsfélagar Rooney hafa haldið sig til hlés og varla sést eftir ósigurinn, en eiginkona hans Coleen er þekkt fyrir að vilja vera töluvert í fríi í sólinni, svo ekki var við öðru að búast en að sleikja sólina fyrst að hann væri kominn í frí.  

Sjá einnig: Wayne Rooney búinn í annarri hárígræðslu

Mikið hefur verið talað um hversu vandræðalegur ósigur þeirra á Íslendingum hafði verið og var þjálfari liðsins, Roy Hodgson rekinn þegar í stað. Ekki hefur sést tangur né tetur af öðrum liðsfélögum og er klárt mál að þeir eru að taka sér tíma í að sleikja sárin áður en þeir geta hugsað sér að fara í frí.

Sjá einnig: Vonbrigði eiginkvenna Englendinga

Algengt er að Wayne þurfi að hylja sitt mjallarhvíta hörund fyrir geislum sólarinnar með sértilgerðum klæðum, en Coleen er sólelskandi og klæðist bíkiní við hvert tækifæri.

35D1673C00000578-3668246-Wayne_Rooney_pictured_with_wife_Coleen_right_and_England_support-a-9_1467301610133

 

 

35D33BC500000578-3668246-image-a-155_1467300828284

35D359F000000578-3668246-image-a-205_1467308239767

Birtist einnig í fylgiblaði Fréttatímans amk

SHARE