William prins huggar ungan dreng

William prins huggaði ungan dreng á dögunum sem hafði orðið fyrir því sama og hann sjálfur, að missa móður sína. Þegar Díana prinsessa lést var William 15 ára gamall og drengurinn, Ben Hines, er aðeins 14 ára gamall. William sagði við unga drenginn: „Ég veit hvernig þér líður. Ég sakna mömmu minnar á hverjum einasta degi og það eru 20 ár síðan hún dó. Það er allt í lagi að vera dapur.“

 

Sjá einnig: William Prins brestur í grát við Taj Mahal

William ráðlagði Ben, sem er yngstur þriggja bræðra, að þeir yrðu að vera duglegir að tala saman: „Þetta er einmitt eitt af þeim atriðum sem þarf að ræða. Tíminn gerir þetta auðveldara en það er lykilatriði að tala saman sem fjölskylda.“

SHARE