Yfirgefnar byggingar eftir kjarnorkuslysið í Chernobyl – Myndir

Hollenski ljósmyndarinn Niki Feijen tók þessar mögnuðu myndir af yfirgefnum byggingum í borginni Prypiat. Þar sem 50.000 þúsund manns yfirgáfu heimili sín árið 1986 þegar kjarnorkuslysið í Chernobyl átti sér stað. Svæðið er ennþá lokað því geislavirkni mælist þar mikil á gríðarlega stóru svæði í kringum slysstaðinn, næstum 30 árum síðar. Aðeins vísindamönnum og ljósmyndurum er hleypt inn fyrir með því skilyrði að þeir fái fylgd og séu í sérstökum hlífðarfatnaði á tilteknum svæðum.

Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að finna fleiri ljósmyndir eftir Niki Feijen á heimasíðu hans HÉR.

SHARE