Stjórn Hún.is sendir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í kjölfar viðbragða aðila sem beinist að fyrirtækjum sem hafa verið í samstarfi við vefinn með hótunum um slit viðskipta við viðkomandi fyrirtæki verði ekki fjarlægð grein um “Sir Mills” af Hún.is. Það skal tekið fram að Hún.is hefur ekki borist nein beiðni um slíkt og ekki verið haft samband við ritstjórn Hún.is vegna þessa.

Viðtal var tekið við Sir Mills þar sem hann kom á framfæri skoðunum sínum í kjölfar þess að myndband var birt á youtube undir yfirskriftinni “Stulka i naud live”, einnig var fjallað um þær afleiðingar sem fréttaflutningur Xsins af þessum aðila hafði fyrir þáttastjórnendur þáttarins Harmageddon á fyrrgreindri stöð.

Í viðtali við Sir Mills var einnig þeirri spurningu varpað fram af ritstjórn Hún.is “hvað finnst þér um þetta?”
Skoðanir Sir Mills endurspegla á engan hátt skoðanir ritstjórnar Hún.is eða stjórnar vefsins og er um fréttaflutning að ræða þar sem skoðanir umdeilds manns eru gerðar opinberar meðal annars til þess að fá upp á yfirborðið umræður um þær skoðanir.
Hún.is er afþeyingar vefur sem er unninn af konum fyrir konur og hefur stjórn hún.is jafnréttissjónarmið og hag kvenna að leiðarljósi við umfjöllun og skrif á síðunni.

Virðingarfyllst
Stjórn Hún.is

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here