Yndislegasta meðferðarúrræði í heimi heitir Misa Minnie – Myndband

Hún er ekki bara klár, hún Misa Minnie, heldur hefur hún líka gaman að trixunum sem hún er ólm í að leika. Og það sem meira er, þessi litla silkidúlla er bara 18 mánaða gömul.

Þrautþjálfuð, bráðgreind og einstaklega skemmtileg og er með sína eigin You Tube rás, þar sem skoða má myndbönd af þessu litla krútti leika sér nær allan liðlangan daginn. Hún lokar hurðum, þykist vera leið, fer í bænastellingu, ekur bíl, rennir sér um á hjólabretti, tekur til og málar myndir með litla munninum.

En það er ekki allt. Misa Minnie er langt frá því að vera sirkúshundur í þjálfun tilgangslausra kúnsta.

Hún er meðferðarhundur og heimsækir langveik börn og fullorðið fólk með ólæknandi sjúkdóma.

Magnað, ekki satt! Ástin er svo heilandi afl, ekki nema von að þessi litla dúlla hafi verið valin til meðferðarúrræða!

 

SHARE