YNDISLEGT: Kærleikur sæljóns í garð lítillar stúlku sem dettur

Hver segir svo að dýrin séu ekki gædd tilfinningum? Myndbandið hérna að neðan sýnir yndislegt samspil lítillar stúlku sem heimsótti sædýradeildina og lék við sæljón í Smithsonian National Zoo í Bandaríkjunum.

Sjá einnig: 10 „Fyrir og Eftir“ krúttmyndir af gæludýrum með leikföngin sín

Auðvitað skildi þykkt öryggisgler sæljónið og litlu stúlkuna að en það hindraði þessa krúttlegu vini ekki í að leika saman. Þvert á móti fannst báðum alveg stórskemmtilegt að hlaupa og synda fram og til baka sitt hvoru megin við glerið.

Skyndilega gerðist það sem oft vill verða þegar lítil börn eiga í hlut, stúlkan hljóp of hratt og hrasaði og datt. Nú færist spenna í leikinn, því sæljónið brást samstundis við.

Sjáið ótrúleg viðbrögð sæljónsins þegar stúlkan dettur!

SHARE