Yndislegur heimagerður líkamsskrúbbur – Uppskrift

Getty
Getty

Ef þig langar að fá fallega, mjúka húð er ekki nóg að bara bera á sig „body lotion“ heldur þarf að fjarlægja dauðu húðina fyrst. Ef við gerum það ekki fer megnið af rakanum og næringunni sem við erum að bera á okkur í raun til spillis því dauða húðin tekur of mikið til sín.

Fyrir þær sem langar að gera sinn eigin skrúbb er ég með uppskrift sem ég ætla að deila með ykkur, en hún er ofur einföld.

 

Það sem þarf er:

½ bolli af Epsom salti (fæst í Garðheimum)
⅓ bolli af olíu (gott að nota jojoba olíu sem fæst í apótekum)
4 dropar af ilmolíu (t.d. lavender sem er þekkt fyrir græðandi eiginleika sína)

 

Aðferð:

Hrærið öllu saman í skál og setjið í krukku!

Gæti ekki verið einfaldara og þið komnar með flottan skrúbb!

SHARE