Yndislegur leiðarvísir: Brúðkaup samkynhneigðra – Myndir

Ekki margir leiða hugann að því, en með aukinni lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra para víðsvegar um Evrópu og í ófáum fylkjum Bandaríkjanna, hafa ljósmyndarar orðið að tileinka sér nýjar hefðir og leiðir til að mynda pör á sjálfan brúðkaupsdaginn. 

Ofansagt hljómar jafnvel örlítið forpokað og einhverjir hljóta að setja í brúnirnar við fyrstu sýn, en sannleikurinn er hins vegar sá að hefðbundnar brúðkaupsmyndatökur hafa að mestu farið fram undanfarna áratugi í klassísku umhverfi. Brúðurinn klæðist hvítu en brúðguminn kjólfötum, auðvitað eru svo allir voða sætir og svo framvegis.

Svo rennur upp einn fegursti dagur í mannréttindabaráttu samkynhneigðra fyrir þeim sjálfsögðu réttindum að mega elska og bindast maka ævarandi tryggðarböndum frammi fyrir Guði og mönnum. Hjónabönd samkynhneigðra para eru loks að fullu lögleidd. Og hvað gerist? Ljósmyndarann rekur í rogastans. Hvað á að gera við tvo brúðarkjóla á mynd? Eða tvenn kjólföt?

Kaninn er ekki lengi að taka við sér að vanda, en kúnnahópur þeirra ljósmyndara sem taka brúðarmyndar hefur tekið miklum breytingum í kjölfar lögleiðingar giftingar samkynhneiðgra. Þannig riðu þau Kathryn Hamm, sem er forkólfur vefsíðunnar GayWeddings.com og ljósmyndarinn Thea Dodds á vaðið og gefa nú út nákvæman leiðarvísi fyrir ljósmyndara; hugmyndabók að myndatökum samkynhneiðgra para á stóra daginn. 

Ljósmyndabókin, sem er gullfalleg og glettin, geislar af ást á hverri einustu blaðsíðu og prýðir töfrandi myndir af brúðkaupsdegi ófárra samkynhneigðra para ber heitið “The New Art Of Capturing Love” – eða einfaldlega “Hin nýja leið til að fanga ástina”. En útgáfan, sem ætlað er að vera leiðbeinandi fyrir fagfólk í brúðkaupsbransanum, inniheldur fjölmargar útfærslur og hugmyndir að því hvernig má setja upp fallegar setteringar og sviðsmyndir við fyrrgreind tilefni.

 

Bókin sjálf er fáanleg gegnum vefsíðu Amazon og lítur kápan svona út:  

slide_350459_3762474_free

En hvaða myndir ætli bókin geymi og hvernig líta þá “æskilegar” brúðkaupsmyndir samkynhneigðra út? Hér má sjá nokkrar af fjölmörgum ljósmyndum sem ritið prýðir – og varpar skýru ljósi á eðli ástarinnar – sem og brúðkaupsmyndir samkynhneigðra para. Fallegar eru myndirnar, finnst ykkur ekki?

slide_350459_3762460_free slide_350459_3762461_free slide_350459_3762462_free slide_350459_3762463_free slide_350459_3762464_free slide_350459_3762465_free slide_350459_3762466_free slide_350459_3762766_free slide_350459_3762809_free

 

SHARE