Zayn Malik (23) og Gigi Hadid (21) ætla að halda áfram að vera saman en hún er kletturinn hans þessa dagana. Zayn hefur verið að berjast við mikinn kvíða og kvíðaköstin hafa farið versnandi. Á dögunum þurfti meira að segja að afboða sig á Capital Summertime Ball, þar sem hann átti að koma fram, en hann fékk versta kvíðakast ferils síns þetta kvöld.

Sjá einnig: Zayn Malik og Gigi Hadid ekki hætt saman

„Gigi er góð í að hlusta og vill alltaf hjálpa þeim sem henni er annt um. Fjölskyldan hennar hefur líka verið til staðar fyrir Zayn og veita honum huggun og þann stuðning sem hann þarf á að halda,“ segir heimildarmaður E! News.

 

Samkvæmt þessum heimildarmanni hefur Zayn opnað sig fyrir Gigi um kvíðann sinn á seinustu vikum. Þau eru að reyna sitt besta til að bæta samskipti sín og Gigi stendur eins og klettur við hlið hans.

 

SHARE