Fyrir viku síðan hættu söngvarinn Zayn Malik og ofurmódelið Gigi Hadid saman, en þau voru búin að vera saman í 7 mánuði. Samkvæmt heimildarmanni sem náinn er parinu voru þau ekki lengi aðskilin: „Þau hættu saman og byrjuðu eiginlega strax saman aftur. Núna eru þau saman en það getur breyst mjög fljótt.
Sjá einnig: Reyndi að koma henni á stefnumót við Zayn Malik
Vinir parsins eru sannfærðir um að samband þeirra muni ekki endast, einfaldlega af því að þau eru svo ólík. Zayn er innhverfur og vill lifa lífinu án mikillar athygli. Gigi hinsvegar vill vera í sviðsljósinu og elskar athygli og veldur það togstreitu í sambandinu.
Viðtalið birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.