Það er kominn desember gott fólk! Það eru að koma jól. Allir hafa mörgum hnöppum að hneppa og eitt af því sem ÞARF að gerast fyrir jólin er að fara í klippingu.

Fyrsta gjöfin til ykkar, lesendur góðir, er herraklipping á Klippistofu Jörgens. Klippistofa Jörgens var stofnuð árið 2005 og er staðsett í Bæjarlind tvö. Stofan er ekki eins og venjulegar stofur því hægt er að skella sér í pool, Pacman, eða skjóta í körfu á meðan hinkrað er eftir klippingu. Það eru engar tímapantanir svo þú getur tekið skyndiákvörðun um klippingu og hoppað inn hjá þeim. Börn eru líka velkomin og fá allir litlir viðskiptavinir verðlaun ef þau standa sig vel.

Ef þig langar að fá herraklippingu fyrir þig eða einhvern sem þú þekkir þá skaltu merkja þann sem þarf fría klippingu, hér fyrir neðan eða segja já takk ef þú vilt sjálf/ur vinna. Einnig þarf að líka við Klippistofu Jörgens á Facebook. Dregin verður vinningshafi sem „tikkar í bæði þessi box“.

SHARE