10 algeng förðunarmistök

Ég held að ég hafi lent í þessu öllu, nánast öllu allavega. Ég hef sett of mikinn kinnalit, verið eins og skorpin sveskja á vörunum af því ég setti á mig varalit og allt þar fram eftir götunum. Fékk glóðarauga um daginn og reyndi að farða yfir það. Það gekk ekki betur en svo að ég var eins og ég væri komin með drekahreistur undir augun. EN maður lærir eins lengi og maður lifir!

 

SHARE