prison fangelsi jail

10 ára gömul stúlka hefur verið ákærð fyrir að misnota 4 ára gamlan dreng kynferðislega eftir að nágranni sá stúlkuna koma við kynfæri drengsins, þegar börnin léku sér í læknisleik. Atvikið átti sér stað í apríl.

Lögfræðingur fjölskyldunnar, Quoanell X, sagði þetta í viðtali við MyFox í Houston: „Ég hef aldrei unnið við mál þar sem svona ungt barn er sakað um glæp. Í raun er ekkert sem bendir til þess að þarna hafi átt sér stað leikur sem fór úr böndunum og nú á að ákæra 10 ára gamalt barn fyrir misnotkun.“

Stúlkan var tekin föst og ákærð tveimur mánuðum eftir atvikið og litla stúlkan, sem er kölluð Ashley, man eftir deginum þegar mamma hennar kallaði á hana þar sem hún var úti að leika sér. Hún kom heim og þar var hún tekin höndum.

Ashley sagði: „Ég grét og þeir fóru með mig að bílnum en ég vildi ekki fara í hann og ég grét og barðist um því ég vildi ekki fara inn í lögreglubílinn og mamma sagði mér að reyna að slaka á.“

Stúlkunni var haldið í gæsluvarðhaldi fyrir ungmenni í 4 daga í júní og mamma hennar segir að hún hafi grátbeðið um að fá að fara heim, í hvert skipti sem hún kom í heimsókn. Hún segir að það hafi verið skelfilega erfitt að geta ekkert gert til að hjálpa henni. Ashley var yfirheyrð í 45 mínútur af manni frá kynferðisafbrotadeildinni og móður stúlkunnar var neitað um að sitja hjá dóttur sinni meðan hún var yfirheyrð.

„Það er martröð að ganga í gegnum þetta, því þetta er litla barnið mitt. Bara tilhugsunin um að hún sé að ganga í gegnum þetta, kvelur mig,“ segir móðir stúlkunnar.

Réttað verður í málinu í október.

 

SHARE