10 atriði sem gleðja konuna þína

Þó að draumafríið og ýmsir tyllidagar tilveru okkar ýti undir hamingju okkar eru það samt litlu hlutirnir dag hvern sem gera konu þína hamingusama. Auðsýndu konu þinni ást og virðingu dag hvern og láttu hana ekki gleyma að hún hafi aldrei valið betur en þegar hún valdi þig. Hér eru 10 grunnatriði sem eru ágæt til að láta ást þína í ljós. Og mundu þetta: “happy wife, happy life”

  • Þegar þú kynnir hana skaltu segja eitthvað fallegt um hana um leið.  Þú gætir t.d. sagt „Mig langar að kynna fyrir þig fallegu konunni minni“ eða „Mig langar að kynna betri helminginn minn“. Svona kynning gerir meira en fólk gerir sér grein fyrir. Það  sannar fyrir henni að þú elskir hana þegar þú lýsir því yfir að hún sé þinn kæri maki.
  • Faðmist þegar þið hittist.  Þið hafið bæði þörf fyrir kærleíksríkt faðmlag eftir átök á skrifstofunni og stjórn á krökkunum. Láttu hana vita að þú hafir saknað hennar og að þú sért feginn að vera kominn heim til hennar. Það sakar ekki heldur að smella á hana stórum kossi.
  • Spurðu hana hvort þú eigir að  gera eitthvað. Ef til vill er hún ekki vön svona spurningum og heldur að eitthvað búi á bak við. Vertu bara einlægur. Málið snýst ekki bara um að slá garðinn. Það snýst líka um að mæta tilfinningalegum og andlegum þörfum hennar. Stundum þarf maður bara einhvern sem getur hlustað á mann.
  • Leyfðu henni að velja myndina eða leikinn.  Hún þarf að vera þess fullviss að álit hennar og val sé einhvers virði. Ef hægt er að koma sér saman um smáatriðin verður auðveldara að semja um stærri málin.
  • Veru fljótur að fyrirgefa.  Hún gleymdi að taka til nesti handa börnunum þegar það var hennar dagur eða braut óvart fjarstýringuna. Já, er hún ekki bara mannleg? Viltu ekki spá í hvað margt hjá henni er í góðu lagi og líta fram hjá mistökunum. Þú ert varla fullkominn sjálfur, ljúfurinn- eða hvað?
  • Haldist í hendur innan um annað fólk. Sumar konur kæra sig lítið um að sýna tilfinningarnar  en ef það er viðeigandi ættirðu að þrýsta hönd hennar hvar sem þið eruð stödd. Í þeirri fullvissu að þú sért  stoltur af henni eykst sjálfstraust hennar og hún brosir hringinn.
  • Skrifaðu henni ástarbréf. Þú þarft ekki að vera snjall rithöfundur til þess. Hugsunin skiptir öllu. Talaðu um eitthvað sérstakt sem heillar þig í fari hennar eða útliti, hrukkkuna sem myndast á nefinu þegar hún hlær og hvað smáatvikin gleðja hana. Þú gætir stungið bréfinu í snyrtitöskuna hennar, undir koddann eða á einhvern annan stað þar sem hún finnur það. Hún verður undrandi og ánægð og mun þykja vænt um orðin þín um mörg ókomin ár.
  • Opnaðu dyrnar fyrir hana. Riddaramennskan er ekki dauð og dottin upp fyrir. Það er mjög prúðmannlegt að halda hurðinni opinni fyrir  konuna sína. Líklega langaði hana alltaf til að  vera prinsessa.  Vertu prinsinn hennar.
  • Takið þið frá kvöldstund bara fyrir ykkur tvö. Það er mjög auðvelt að lenda í hringiðu hins daglega lífs með öllum þeim skyldum sem við höfum, heima og heiman. Takið frá eitt kvöld í viku bara fyrir ykkur tvö. Það þarf ekki að kosta mikið eða vera „stórkostlegt“. Verið bara saman og gerðu eitthvað fyrir hana eins og þú gerðir þegar þið voruð að byrja saman.
  • Leyfðu henni að blómstra.  Þú ert maki hennar og enginn getur betur en þú hjálpað henni að láta draumana rætast.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here