Alkóhól er ekki gott fyrir heilsuna – Sama hversu mikið magn er um að ræða

Áhætta og skaðsemi vegna drykkju á alkóhóli hefur verið rannsakað, kerfisbundið, í gegnum árin og eru mjög vel skjalfest. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur nú birt þessa yfirlýsingu í The Lancet Public Health: Þegar kemur að neyslu á alkóhóli er sama hversu lítið það er, það mun alltaf hafa áhrif á heilsuna.

Það er alkóhólið sjálft sem veldur skaða

Alkóhól er eitrað, skaðlegt fyrir geðheilsu og mjög ávanabindandi. Það var líka sannað að alkóhól er í „Flokki 1“ þegar kemur að krabbameinsvaldandi þáttum. „Flokkur 1“ inniheldur það sem er MEST krabbameinsvaldandi, en auk alkóhóls eru reykingar, asbest og geislun í þessum flokki.

Alkóhól veldur að minnsta kosti sjö tegundum krabbameins, þar á meðal algengustu krabbameinstegundirnar, eins og ristilkrabbamein og brjóstakrabbamein. Etanól (alkóhól) veldur krabbameini með líffræðilegum efnaskiptum þegar líkaminn leysir það upp, en það þýðir að það er alveg sama hvernig alkóhól þú ert með, dýrt eða ódýrt, það er alltaf krabbameinsvaldandi.

Hættan á að fá krabbamein eykst verulega eftir því sem meira alkóhóls er neytt. Hins vegar benda nýjustu tiltæku gögnin til þess að helmingur allra krabbameina sem rekja má til alkóhólsneyslu í Evrópu sé af völdum „léttrar“ og „miðlungs“ neyslu alkóhóls – minna en 1,5 lítra af víni eða 3,5 lítra af bjór eða minna eða 450 ml af sterku víni á viku. Það er þetta drykkjarmynstur sem veldur meirihluta brjóstakrabbameina, sem rekja má til alkóhólneyslu kvenna. Í löndum sem eru í ESB er krabbamein algengasta dánarorsökin og meirihluti allra dauðsfalla sem rekja má til alkóhóls eru vegna mismunandi tegunda krabbameins.

Áhættan byrjar á fyrsta dropa

Til þess að segja að eitthvert magn alkóhóls sé „í lagi“ þyrftu rannsóknir að sýna að ef þú drekkur bara nógu lítið magn, hafi það engin áhrif á líkamann. Í þessari yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er það sagt, svart á hvítu, að samkvæmt rannsóknum þeirra sé ekkert magn af alkóhóli skaðlaust fyrir fólk.

„Það er ekkert magn af alkóhóli sem er skaðlaust. Það skiptir ekki máli hversu mikið þú drekkur, það hefur skaðleg áhrif á líkamann frá fyrsta dropa. Það eina sem við getum sagt ykkur með vissu er að því meira sem þú drekkur, því skaðlegra er það. Með öðrum orðum, því minna sem þú drekkur, því betra fyrir heilsuna,“ segir Dr. Carina Ferreira-Borges, starfandi deildarstjóri fyrir og svæðisráðgjafi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

Þurfum að sjá heildarmyndina

Á heimsvísu er Evrópa hæsta hlutfall fólks sem drekkur og drekkur mesta magn alkóhóls líka. Það eru því yfir 200 milljónir manna í Evrópu sem eiga á hættu að fá krabbamein sem má rekja til alkóhólneyslu. Fátækt fólk og aðrir viðkvæmir hópar eru í meirihluta þeirra sem deyja eða þurfa að leggjast inn á spítala vegna neyslu alkóhóls.

„Þó það sé vel rannsakað og skjalfest að áfengi getur valdið krabbameini er þessi staðreynd samt ekki eitthvað almenningur í Evrópulöndunum veit. Við þurfum að koma þessum skilaboðum út til fólks, með því að setja upplýsingar um þetta á flöskurnar eins og er gert í dag með pakkningar utan um sígarettur. Heilbrigðisstarfsmenn þurfa að vera óhræddir við að fræða skjólstæðinga sína um alkóhól og krabbameinshættuna sem fylgir neyslu þess. Það þarf að upplýsa fólk um allan heim um þetta,“ segir Dr. Ferreira-Borges.

Hægt er að lesa greinina í heild hér.

Sjá einnig:

SHARE