10 atriði sem hamingjusamt fólk gerir öðruvísi en aðrir

Hversu hamingjusamur ert þú og af hverju? Ég ver þó nokkrum tíma í að velta þessari spurningu fyrir mér ekki bara eins og hún snýr að mér heldur líka fjölskyldu minni, vinum og vinnufélögum.  Rannsóknir sýna að ánægt/hamingusamt fólk fer sína lífsleið á alveg sérstakan hátt. Og þetta gerir það á annan hátt en hinir.

Það kemur sér upp sterku félagsneti.  Hamingjusamt fólk heldur tenglsum við fjölskyldu sína, nágrannana og félögin sem það á aðild að.   Þessi öflugu tengsl virka sem vörn gegn depurð og eru sambönd sem hafa mikið gildi. Á síðustu 50 -75 árum hefur þunglyndi orðið mun meira en áður var. Alheimsheilbrigðisstofnunin telur að árið 2020 verði þunglyndi orðið aðaldánarorsök um alla veröld og muni þá herja á þriðjung allra fullorðinna. Auðvitað verður ýmislegt sem veldur þessu en líklega vegur þó þyngst að fólk missir tengslin við fjölskyldur sínar og heimabyggð.   .

Það tekur þátt í ýmsu sem hæfir styrk, lífsgildum og daglegu lífi.  Þegar talað er um leiðir til hamingju á hið sama ekki við um alla. Sá sem saumar föt á þig verður að átta sig á hvaða snið hentar þér. Það sama  gerir ánægt fólk hvað varðar ánægjuleiðirnar.  Mér finnast sumar leiðir til ánægju alveg ótækar og fyrir mig er best til að vera hamingjusöm að sýna öðrum góðvild, vera þakklát og taka heilshugar  þátt í því sem ég er að gera.

Það er þakklátt.  Þakklæti gerir líkamanum gott. Það hjálpar manni til að takast á við áföll og streitu, bætir sjálfsmyndina þegar maður áttar sig á hverju maður hefur áorkað og hjálpar manni oft til að losna við neikvæðar tilfinningar. Athuganir benda líka til þess að töluvert sterk tengsl séu milli þakklætis og lífsánægju fólks.

.

Það hugsar  jákvætt.  Ánægt fólk hefur taumhald á neikvæðum hugsunum á þrennan hátt. Í fyrsta lagi notar það tíma sinn og orku í þau mál sem það hefur stjórn á. Það veit hvenær það á að láta gott heita þegar áætlanir ganga ekki upp eða það hefur enga stjórn á vissum sviðum. Í öðru lagi veit það líka að „þetta gengur yfir“ .  Hamingjusamt  fólk veit að þó að stundum geti komið dimmir  tímar birtir að lokum  til.   Og síðast en ekki síst er hamingjusamt  fólk duglegt að flokka mál. Það lætur erfiðleika á einu svið ekki lita alla tilveruna.

 

Það veit að það er gott að gera gott.  Hamingjusamt fólk hálpar öðrum og gefur af tíma sínum. Rannsóknir sýna að það er sterkt samband milli þess að hjálpa og þess að líða vel, vera hraustur og lifa lengi. Þegar maður aðstoðar aðra líður manni sjálfum vel og hinar jákvæðu kenndir sem þú finnur fyrir styrkja þig andlega og líkamlega.  Rannsókn  var gerð á fimm konum sem allar voru með MS sjúkdóminn. Rannsóknin tók yfir þrjú ár. Konurnar voru allar sjálfboðaliðar  starfandi með 67 öðrum MS sjúklingum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að heilsa kvennanna sem voru sjálfboðaliðar batnaði mun meira en hinna sem þær voru að hjálpa.

 

Það veit að auður er einungis lítill hluti jöfnunnar.  Hamingjusamt fólk veit vel hver hlutur veraldarauðs er í hamingjunni. Það er ekki nóg með að auðævin færi fólki ekki hamingjuna. Þau segja beinlínis oft til um óhamingju.  Rannsókn  var gerð á viðhorfum  12,000 nema þegar þeir voru átján ára og svo var lífsánægja þeirra athuguð aftur þegar þeir voru 37 ára. Þeir sem ætluðu sér fyrst og fremst að komast í efni áttu minni lífsánægju tveim áratugum síðar en hinir sem settu sér annað mark.

 

Það þróar með sér hollar aðferðir til að takast á við málin.  Ánægt fólk verður fyrir ýmsu erfiðu í lífinu en hefur þróað með sér aðferðir til að takast á við mótlætið.  Vöxtur í mótlæti er þær breytingar á manneskjunni sem verða þegar hún háir sína baráttu og tekst á við ögrandi atburði lífsins sem geta verið eins margvíslegir og manneskjurnar eru margar.    Rannsakendurnir Tedeschi and Calhoun telja að fólk vaxi einkum á fimm sviðum að loknum miklum reynslutíma: það metur lífið á nýjan hátt, kemur auga á nýjar og færar leiðir, andlegur styrkur eykst, samskiptin við aðra batna og andlegur þroski  eykst.  Hamningjusamt fólk er duglegt að koma auga á hið góða sem erfiðleikarnir höfðu í för með sér.

 

Það hugsar um heilsuna.  Hamingjusamt fólk hugar að heilsu líkama og sálar og hefur stjórn á streitunni. Það að hugusa um heilsuna felur alls ekki í sér einungis það að æfa. Hamingjusamt fólk hegðar sér eins og hamingjusamt fólk. Það brosir, tekur þátt og  gengur af krafti og atorku í það sem það er að gera.

 

Það ræktar sálarlífið. Rannsóknir hafa sýnt að fólk er alennt ánægðara, heilsubetra og nær sér fyrr eftir áföll en hinir sem ekki eru trúaðir.  Höfundarnir  Ed Diener and Robert Biswas-Diener segja í bók sinni  Hamingjan: að skilja leyndardóma andlegrar auðlegðar – að trúarlíf sé forsenda andlegar auðlegðar og hamingju, því að trúin hjálpai okkur að tengjast einhverju(m) sem er stærra og meira en við erum sjálf.

 

Það hefur stefnu.  Að setja sér innihaldsrík og raunhæf markmið er eitt hið mikilvægasta sem hamingjusamt fólk gerir.   Hamingjusamt fólk á sér lífsgildi sem því þykir vænt um og leggur eitthvað á sig fyrir, segja höfundarnir sem áður var vitnað til.

Hamingjusamt fólk hefur þróað sínar aðferðir sem hjálpa því að skoða lífið á sinn hátt. Þar blandast saman færni, viðhorf  og tilfinningar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here