10 atriði sem karlmenn taka eftir hjá konum.

1. Feik – hlutir.
Þá er ekki verið að tala um persónuleikann heldur einfaldlega það sem er ekki raunverulegt við þig. Feik augnhár, brúnkusprey, hárlengingar og of mikið makeup. Sumir karlmenn myndu líklega segja að það öskraði “dýr í rekstri” en það er auðvitað kjánaleg hugsun þar sem konur í dag eru sjálstæðar & sjá vitaskuld fyrir sér sjálfar.

2.  Brosið
Fallegt bros getur auðvitað brætt hvern sem er, hvort sem þú ert karlkyns eða kvenkyns. Eitt af því sem var á listanum yfir það hverju menn taka eftir var hvort að brosið sé einlægt. Fallegt og innilegt bros er eitthvað sem karlmenn taka eftir.

3. Röddin
Rannsóknir hafa sýnt að karlmenn laðast að konum sem tala í hærri tónhæð, sumsé segir það sig auðvitað sjálft, konur tala í hærri tónhæð en karlmenn og það er eitt af því sem laðar þá að okkur.

4. Augu
Sama hvað hver segir, hvort sem það er karl eða kona, við tökum alltaf eftir augunum. Augun segja svo mikið, ef þú ert með mikla augnförðun taka þeir enn meira eftir augunum, eðlilega þar sem hún undirstrikar augun og dregur fram það besta (ef vel er gerð)

5.Tennur
Góð tannumhirða er auðvitað alltaf mikilvæg, en rannsóknir hafa sýnt að bæði konur og karlar taka eftir tönnum, gular tennur og slæm tannhirða er mjög fráhrindandi.

6. Djúsí varir
Mjúkar varir skoraði hátt á listanum, þá kom fram að ekki skemmir fyrir að hafa fallegt gloss, kyssulegar varireru alltaf seiðandi.

7. Útgeislun
Er það ekki alltaf heillandi? sama hvort kynið á í hlut, það myndi ég halda..þarf ekki annað en fallegt bros og lífsgleði.

8.  Augnsamband
Karlmenn sem tóku þátt í rannsókn einni töluðu um að konur hefðu þann eiginleika að geta búið til alveg hreint rafmagnað augnsamband sem laðar þá að.

9. Hangir hún mikið með strákum eða stelpum?
Talað er um að karlmenn taki eftir þessu því ef hann sér að stelpan hangir mikið með strákum áttar hann sig á því að þó hún veiti honum athygli þarf það ekki að vera vegna þess að hún er hrifin, hún gæti bara verið að vera vinaleg.

10. Gleraugu eða ekki
Það er eitthvað sem var ofarlega á listanum, ekkert er talað um hvort þeim hafi fundist betra, með eða án gleraugna en það er líklega eins misjafnt og við erum mörg.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here