Ég viðurkenni það fúslega að ég hef verið svolítið upptekin af því seinustu ár að hafa sem mest HVÍTT heima hjá mér. Það er jú búið að vera í tísku ótrúlega lengi og við erum mörg með þá hugmynd að hvítt sé á einhvern hátt HREINT og já hreinlegt. Ekkert áreiti úr umhverfinu. Svolítið eins og maður ímyndar sér að vera inni á geðdeild. En ég hef reyndar séð inn á geðdeild hér í Reykjavík og held að það sé ekkert hvítt þar inni, nema kannski sloppar starfsfólksins. (Komin út fyrir efnið… afsakið.)
Sjá einnig: 5 ráð til að halda eldhúsinu hreinu í eldamennsku
En ég hef verið í þessum hvítu pælingum endalaust. Keypt hvíta hluti, látið mig dreyma um að hvítta þetta og hitt og meira að segja skellt mér í að hvítta borðstofuborðið mitt og sófaborð. Sá eftir því um leið og ég byrjaði því þetta er ekkert grín og mjöööööggg seinlegt. Samt gerði ég þetta tvisvar. Hann Magnús minn var úti á landi og enginn heima til að stoppa mig í hvatvísinni.
Það gladdi því mitt (hvíta) hjarta að sjá þessar myndir á heimasíðunni sheknows.com.
Sjá einnig: 20 ráð beint úr eldhúsinu
Það er alveg hægt að hafa litadýrð á heimilinu án þess að heimilið líti út eins og kommúna eða eitthvað þaðan af verra. Ok ég játa að sumt af þessu lætur mig fá fjörfisk í augað en sumt þarna er bara mjög fallegt.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.