10 frábær húsráð við hinum ýmsu kvillum

Við hjá Hún.is höfum sérstaklega gaman að því að finna gömul og góð húsráð. Hér koma 10 ráð við hinum og þessum kvillum.

1. Dýfðu tánöglunum í Listerine (munnskol) ef þú ert með sveppi á nöglunum.  Ætti að vera nóg að gera þetta í 15-20 min á dag og þá ættir þú að vera laus við sveppina innan fárra daga.

2. Sykurlaust jógúrt ætti að hjálpa þér að losna við andfýluna.

3. Ólívuolía er gríðarlega E-vítamínsrík. Þess vegna er mjög gott að nota hana á þurra bletti eða húð. 

4. Ef þú ert með hiksta fáðu þér þá eina matskeið af sykri. Hikstinn hverfur á innan við mínútu.

5. Piparmintu eða kanilbragðs-tyggjó er streitulosandi

6. Seljum það ekki dýrara en við keyptum það en þeir segja að “Duct tape” fjarlægi vörtur. Setur límbandið yfir vörtuna og leyfir því að vera á í viku.  Þværð svo svæðið vel og endurtekur þar til vartan er farin. Er eitthvað sem ekki er hægt að gera með þessu “Duct tape”?

7. Að bíta í blýant hjálpar þér að losna við hausverk

8. Vodki hálpar þér að losna við táfýlu. Þurrkaðu fæturnar uppúr vodkarökum klút. Alkahólið drepur alla bakteríur og sveppi og vonda lyktin hverfur.

9. Sítrónur og Ólívur hjálpa þér að komast yfir sjóveiki. Ef þú tyggur ólívur eða sýgur sítrónu þegar þú finnur að þú ert að verða sjóveikur ætti sjóveikin að hverfa.

10. Tómatar hjálpa þér að losna við bólur. Kremdu einn tómat og smyrðu honum á andlitið þitt og leyfðu honum að vera á í um eina klukkustund. Þetta á aðalega við um  feita húð. Þvoðu svo tómatmaukið úr andlitinu með volgu vatn og þurrkaðu þér varlega með hreinu handklæði. Endurtakið einu sinni á dag í eina viku.

SHARE