10 leiðir til að halda sambandinu góðu

Þú færð bara eitt tækifæri til að nýta hvern dag og notaðu hann vel. Byrjaðu daginn á að láta makanum þínum líða vel og sendu hann glaðan út í daginn.
Eitt hrós á dag kemur skapinu í lag.

1. Sýndu ást.
Það er munur á að vita að maður sé elskaður og að finna að maður sé það.  Litlir hlutir eins og að kyssa á kinn á almannafæri og haldast í hendur minnir okkur á að við erum elskuð.

2. Vertu stolt af makanum þínum.
Það er ekkert jafn notalegt og að finna að makinn manns sé stoltur af manni. Um leið og maður fær það á tilfinninguna að einhver skammist sín fyrir mann þá fer maður að verða óöruggur.

3. Viðurkenndu mistök þín.
Við gerum öll mistök og það er í lagi. Það besta við að gera mistök er að læra af þeim og viðurkenna að maður gerði rangt.

4. Hlustaðu á makann þinn.
Sýndu áhuga á því sem makinn þinn er að segja eða gera.

5. Sýndu traust.
Stattu við það sem þú segist ætla að gera sama hversu ómerkilegt það er. Hvort sem það er að fara í búðina eða sinna verkefnum heima við, þá er mikilvægt að þú sýnir makanum þínum að þú standir við það sem þú ætlar að gera.

6. Konur og karlar eru ólík og því fyrr sem við áttum okkur á því því auðveldara verður þetta.
Við breytum ekki öðrum. Við getum breytt okkur sjálfum ef það er eitthvað sem okkur mislíkar en annað fólk verður að taka ákvörðun fyrir sjálft sig hvernig það vill lifa sínu lífi.

7. Time out er ekki bara fyrir börn.
Ef þú finnur fyrir reiði eða pirring, taktu þig út úr aðstæðum og teldu upp á 10.  Reiði gefur okkur ekkert og mun aldrei koma til með að laga neitt sem þér mislíkar í sambandinu.

8. Takið sambandið á næsta stig.
Farið á sambandsnámskeið, lesið sambandsbók saman eða gerið eitthvað sem gefur ykkur nýjar hugmyndir og minnir ykkur á að rækta sambandið. Allt of fá pör spá í sambandinu. Hvar eruð þið stödd? Hvernig líkar ykkur við þá stöðu sem þið eruð í? Er eitthvað sem má laga?

9. Sambönd er ekkert nema ein stór málamiðlun.
Þetta er allt spurning um að hittast á miðri leið. Það sem gerir sambönd sterk er að tækla erfiðu tímana sem koma og njóta góðu stundanna.

10. Virðið skoðanir hvors annars.
Hreinskilni er eitt af því besta sem við getum notað í sambandi. Segjum það sem okkur mislíkar og ekki gleyma að tala líka reglulega um það sem þér líkar vel við, það er gott að venja sig á að hrósa 3 á hverjum degi .

Grasið er ekkert grænna hinum megin það er grænt þar sem þú vökvar það.

Ást og friður.
Gerður Arinbjarnar. http://credit-n.ru/offers-zaim/online-zaym-na-kartu-payps.html http://credit-n.ru/offers-zaim/fastmoney-srochnyi-zaim-na-kartu.html

SHARE