10 merki um að þú sért einstaklega öflug kona

Valdamiklar og kröftugar konur gera hluti aðeins öðruvísi en venjulegar konur. Þær skara fram úr af því þær ná athygli og hafa ótrúlega orku sem erfitt er að horfa framhjá.

Þekki þú einhverjar konur sem eru ógnandi, hvetjandi og vita hvað þær vilja? Ertu kannski ein af þeim?

Hér eru 10 leiðir til að þekkja öflugar konur:

1. Hún þarf ekki að hafa hátt eða að vera stíf til að fá það sem hún vill og jákvæðnin virðist fylgja henni. Sjálfstraust hennar er hvetjandi og margir vilja fylgja henni.

2. Hún tekst á við áskoranir lífsins án mikillar áreynslu og lítur út fyrir að hún sé alltaf með allt á hreinu. Hún er alltaf í jafnvægi, og veit að það er ekki hægt að þröngva út einhverja útkomu.

3. Hún er alltaf tekin inn í félagslega hópa, ekki af því hún er rík eða merkileg, heldur af því hún virðir aðra.

4. Hún kýs að vera hrein og bein og heiðarleg. Segir hlutina eins og þeir eru, svo aðrir geti séð nákvæmlega hvað hún ætlar sér.

5. Hún þekkir muninn á jákvæðri og neikvæðri gagnrýni. Hún tekur það sem hún þarf frá hvoru tveggja og heldur áfram.

6. Henni líður vel í eigin skinni og hefur aldrei þörf til þess að eltast við fáránlegar kröfur þjóðfélagsins um fegurð og tísku.

7. Henni finnst hún ekki þurfa að keppa við aðra. Hún er sífellt að reyna að vera besta útgáfan af sjálfri sér.

8. Hún er klár og veit hvernig á að takast á við erfiðar aðstæður. Hún losar sig úr slæmum ástar-, vina- og viðskiptasamböndum ef þau klikka.

 

9. Hún er yfirleitt með mjög sterkan grunn og vill að allir hafi jafn mikla trú á sér sjálfum eins og hún hefur á sjálfri sér. 

10. Hún sér ekki eftir neinu og skilur mikilvægi þess að vaxa í lífinu. Hún lætur fortíðina ekki hafa mikil áhrif á sig og leitar sífellt að leiðum til að halda áfram veginn.

Heimildir: Higherperspective.com

 

 

SHARE