10 ráð í átt að geðprýði

Geðheilsan er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Ef hún er í lagi eru okkur svo gott sem allir vegir færir. Ýmislegt utanaðkomandi getur haft áhrif á geðheilsu okkar en við getum gert eitt og annað til þess að halda henni í betri kantinum.

1. Hreyfðu þig. Það hefur raunverulega góð áhrif á geðið að hreyfa sig reglulega.
2. Ekki hanga of mikið á netinu; Facebook, Twitter og öðru slíku, allra síst rétt áður en þú ferð að sofa. Gott að hafa símalausa daga.
3. Sofðu reglulega, líka um helgar. Haltu svefninum stöðugum, ekki sofa 6 tíma eina nóttina og 10 tíma aðra. Best er að sofa svipað lengi allar nætur.
4. Faðmaðu og kysstu.
5. Þó að þér finnist góð hugmynd að fá þér bjór eða vínglas fyrir svefninn þá hefur áfengi almennt slæm áhrif á geðheilsuna. Best er að sleppa því alveg eða halda því í hófi fyrir góð tilefni.
6. Hugsaðu fallega um sjálfa/n þig. Ef það koma tímar þar sem þér finnst ekki mikið til þín koma, skrifaðu þá niður kosti þína og einblíndu á þá.
7. Hlustaðu á fallega tónlist.
 
8. Sem betur fer er það sífellt að verða sjálfsagðara að leita sér hjálpar vegna andlegrar vanlíðan. Ef þú ert komin/n í öngstræti, leitaðu til fagaaðila til þess að fá viðeigandi hjálp.
9. Lærðu hugleiðslu. Það er gott að grípa til hennar til þess að róa hugann.
 
10. Reyndu að njóta eins dags í einu og sleppa því að vera með áhyggjur af öllu því sem framtíðin ber í skauti sér.
Heimildir: Fréttatíminn
SHARE