10 stjörnur sem gefa ekki eiginhandaráritanir og/eða leyfa ekki myndatökur

Það getur ekki verið auðvelt að vera það frægur að fólk sé stanslaust að reyna að fá mynd af þér, koma við þig eða bara fá athygli frá þér. Fólk sem hefur kannski verið „hundelt“ árum saman og er orðið langþreytt setur stundum ákveðnar reglur til þess að geta bara þolað þetta.

1. Billie Eilish

Söngkonan og lagahöfundurinn Billie Eilish hefur lýst yfir að hún hefur ekki áhuga á því að gefa eiginhandaráritanir og er með góða ástæðu fyrir því. Hún hefur séð eiginhandaráritanir sínar til sölu á netinu og sagði: „Ég vil frekar fá faðmlag og tala við þig en að skrifa undir eitthvað svo þú getir selt það.“ Hún er þó meira en til í að taka „sjálfu“ með aðdáendum sínum sem þykir virkilega vænt um hana.

2. Chris Pratt

Leikarinn hefur sagt frá því að honum líki ekki við að láta taka myndir af sér með aðdáendum, vegna þess að það eina sem þeir vilji gera sé að monta sig við vini sína. Þess í stað mun hann taka í hönd aðdáenda sinna, en fólk mun sumt reyna að taka mynd þó svo hann vilji það ekki. Chris segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé í lagi að valda sumu fólki vonbrigðum og að það fái ekki allt sem það vill.

3. Joaquin Phoenix

Joaquin Phoenix er alveg til í að veita eiginhandaráritanir en hann er alls ekki til í að taka af sér „sjálfu“ með aðdáendum. Einu sinni kom kona upp að honum og bað um mynd af sér með honum og hann svaraði: „Veistu hvað, ég geri það aldrei en takk fyrir að koma og tala við mig.“ Svo segist hann hafa spjallað aðeins við konuna og það hafi verið skemmtilegt. Það virðist sem hann vilji frekar eiga innihaldsrík samskipti en yfirborðskennd.

4. Bryan Cranston

Leikarinn tilkynnti það opinberlega, árið 2018, að hann væri hættur að gefa eiginhandaráritanir, eftir að hafa gert það í 18 ár. Hann sagði: „Þetta eru of yfirþyrmandi fyrir mig og ég get ekki gert þetta lengur. Ég elska að hitta aðdáendur og get alveg verið á mynd með þeim, en ekkert meira en það.“

5. Amy Schumer

Gamanleikkonan lenti einu sinni í því að vera elt af aðdáanda sínum sem heimtaði að fá mynd af henni. Hún neitaði því og þá sagði maðurinn „Við borguðum fyrir þig.“ Fyrst eftir þetta hætti hún alveg að leyfa myndatökur af sér en á seinustu árum hefur hún samþykkt myndatökur með vingjarnlegu fólki.

6. Jennifer Lawrence

Þegar Jennifer Lawrence fer út á meðal fólks má reikna með að í það minnsta 1 manneskja biður um að fá mynd af sér með henni. Svarið hennar verður líklegast „nei“. Það er ekki af því hún vilji vera dónaleg, heldur er þetta hennar leið til að halda smá einkalífi. Starf hennar setur hana í sviðsljósið og hún reynir eins og hún getur að halda í smá einkalíf.

8. Justin Bieber

„Ef þú sérð mig einhvers staðar úti, þá geturðu verið nokkuð viss um að ég er ekki til í að láta taka „sjálfur“ með mér. Ég er búinn með minn skerf af myndatökum,“ útskýrði Justin á Instagram.

„Það er alveg orðið þannig að fólk segir ekki hæ við mig eða kemur fram við mig eins og manneskju og mér líður eins og dýri í dýragarði. Mig langar bara að halda geðheilsunni minni og ég geri mér grein fyrir að fólk verður fyrir vonbrigðum en ég skulda engum mynd.“

8. Shailene Woodley

Shailene hefur sagt frá því að hún kunni ekki við það þegar fólk tekur upp símana sína úti á götu til að taka mynd af eða með henni. Henni finnst mjög óspennandi að taka handahófskenndar „sjálfur“ af engri sérstakri minningu. Þetta er ástæðan fyrir því að hún vill ekki taka „sjálfur“ úti á götu, en er alveg til í það ef myndin er tekin af einhverri ástæðu. Hún væri til í að fólk myndi virða einkalíf hvors annars meira.

9. Emma Watson

Harry Potter leikkonan hefur ákveðið að hætta að taka „sjálfur“ með aðdáendum sínum því hún hefur áhyggjur af persónulegu öryggi sínu. „Ef einhver tekur mynd af mér og birtir hana, þá hefur hann innan 2 sekúndna búið til merki um nákvæma staðsetningu mína.” Það sem hún kýs frekar að hafa samskipti við aðdáendur sína eins lengi og þeir vilja og svara öllum spurningum þeirra um Harry Potter.

10. Maisie Williams

„Mér finnst ég samt ekki skulda neinum neitt. Ef ég vil ekki láta taka mynd af mér einn daginn, þá finnst mér ekkert mál að segja nei,“ segir Maisie og bætir við að henni sé alveg sama þó fólki finnist hún vera vond að segja nei. Hún segir að ef hún væri aðdáandi einhvers myndi hún frekar vilja spjalla við manneskjuna en að fá bara myndir af henni.

Heimildir: Brightside.me

SHARE