
Heilsutorg er síða sem fjallar um allt milli himins og jarðar tengt heilsunni. Þessi grein er frá þeim og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra.
Konur í dag eru meira meðvitaðar um hversu mikilvægt það er að huga vel að heilsunni en þær voru hér á árum áður.
Heilbrigt mataræði, ásamt réttri samsetningu af vítamínum skiptir miklu máli.
Konur á öllum aldri, þyngd og hversu mikla hreyfingu þær stunda þurfa að huga að því að rétt inntaka af vítamínum yfir daginn skiptir miklu máli. Það sem þú færð ekki nóg af úr fæðunni, má bæta upp með vítamínum.
Hér fyrir neðan er listi yfir 10 mikilvæg vítamín fyrir konur.
A-vítamín
Í A-vítamíni má finna andoxunarefni. Konur á öllum aldri þurfa A-vítamín. A-vítamín byggir upp og styrkir bein, tennur, vefi, húð og fleira. Einnig er A-vítamín afar gott til að vinna gegn hvers kyns krónískum sjúkdómum, það bætir sjónina, hægir aðeins á öldrunareinkennum og eflir ónæmiskerfið.
Matur sem er ríkur af A-vítamíni eru gulrætur, cantaloupe melónur, grasker, apríkósur, tómatar, vatnsmelónur, guava, brokkólí, grænkál, papaya, ferskjur, rauð paprika, spínat, egg, lifur, mjólk og sum morgunkorn.
B2-vítamín
Betur þekkt sem riboflavin þá er B2-vítamín nauðsynlegt fyrir heilsuna. Það styður við eðlilegan vöxt og brennslu. Það eflir orkuna og styrkir ónæmiskerfið. Einnig er B2 mjög gott til að draga úr einkennum doða, kvíða, stressi og ofþreytu.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.