11 áskoranir sem fólk með kvíða þarf að takast á við

Ef þú ert að takast á við einhverskonar kvíða, geturðu líklega tengt við flest þessara atriða hér að neðan.

1. „Ég þarf að tala við þig“ er andlegur rússíbani

Þegar fólk segir að það „þurfi að tala við þig“, kannski maki eða yfirmaður, en það geti það ekki fyrr en á morgun eða í kvöld eða seinna, er það skelfilegt. Hvers vegna? Því þarna ertu komin/n með miklar áhyggjur og ímyndar þér það versta. Það er örugglega verið að fara að segja þér upp, eða eitthvað enn verra. Þú munt örugglega kvíða fyrir samtalinu alveg þangað til það verður að veruleika.

2. Rifrildið er aldrei raunverulega búið

Þegar þú hefur rifist við einhvern og þið eruð búin að sættast og allt á að vera orðið gott, þá ertu ekki alveg sannfærð/ur um að manneskjan sé ekki lengur fúl út í þig. Þú ert með slæma tilfinningu í hjartanu þínu í smá tíma eftir rifrildið og þarft tíma til að jafna þig og trúa því að „allt sé orðið gott aftur“.

3. Símtöl eða sms seint á kvöldin eyðileggja svefninn þinn

Ef þú færð vinnupóst eða lendir í krefjandi umræðum við einhvern seint á kvöldin, þá er nánast öruggt að þú munt ekki sofa. Eða, þú sofnar og vaknar að minnsta kosti einu sinni um miðja nótt og átt jafnvel erfitt með að sofna aftur.

Sjá einnig: Morgunteygjur í rúminu

4. Þú blaðrar stanslaust eða segir ekki neitt

Fólk með kvíða þekkir að minnsta kosti annað af þessu tvennu: „Að koma ekki upp orði ef þú ert í hópi eða jafnvel með einni manneskju“ eða „að geta ekki hætt að tala þegar þú ert stressuð/aður og/eða feimin/n“. Kvíðin manneskja getur talað meira en stjórnmálamaður og þagað lengur en manneskja sem verið er að yfirheyra.

Hvort tveggja er raunverulegt og getur haft truflandi áhrif. Ef þú talar ekki getur það haft áhrif á stefnumót, viðtöl og partý, en að tala of mikið getur verið til ama líka, sérstaklega ef þú segir eitthvað sem þú ætlaðir ekki að segja, jafnvel eitthvað heimskulegt.

5. Jafnvel hversdagslegir hlutir geta orðið kvíðvænlegir

Ef þú ert kvíðin gætir þú verið að keyra bíl, borða hádegismat eða bara sofandi þegar hjartsláttur þinn hækkar skyndilega, lófar svitna, þú færð sting í magann eða verður óglatt, vegna þess að þú ert að fá kvíðakast.

Dagurinn hefði getað orðið fullkomlega eðlilegur, en kannski er eitthvað ennþá að angra þig í undirmeðvitundinni sem gerðist kannski í gær eða í fyrradag. Og núna, uppúr þurru, færðu kvíðakast. Fyrir þá sem þekkja ekki að fá kvíðaköst, hljómar þetta eflaust ekki merkilegt en fyrir þá sem hafa fengið kvíðaköst er þetta heilmikið mál.

6. Ekki segja „ekki hafa áhyggjur“

Þegar fólk segir þér að hafa ekki áhyggjur af einhverju af því það sé ekkert mál, hlærðu því þessi orð hafa ekkert að segja. Þú munt hafa áhyggjur og það er bara þannig. Það að einhver segi þér að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur gagnast þér ekki ef það eru engar staðreyndir á bakvið þessi orð.

Sjá einnig: 14 merki um að þú ættir að hætta í sambandinu þínu

7. Læknisheimsóknir stressa þig upp

Þú þekkir þetta, þú ferð til læknis og hann segir: „Jæja, þetta leit allt vel út. Það var þetta eina sem er ekki alveg venjulegt, en það eru margir sem eru með þetta og þýðir ekki að þú þurfir að hafa áhyggjur af þessu.“ Þu situr og hugsar: „Takk fyrir að eyðileggja daginn minn læknir.“ Það er svoleiðise sem kvíðin manneskja hugsar. Ekki gefa okkur upplýsingar sem við þurfum ekki.

8. Maður er dauðadæmdur ef maður Google-ar

Þegar þú ert með kvíða er ekki sniðugt að fara á Google og leita að einkennunum sem þú finnur fyrir. Það mun alltaf enda með að maður heldur að maður sé með banvænan sjúkdóm. Það eru svo mörg einkenni sem eru ekki hættuleg en geta verið eitt fjölmargra einkenna alvarlegra veikinda.

9. Þú getur verið mjög félagslynd/ur á sumum stöðum en mikið til baka á öðrum stöðum

Sumt fólk með kvíða er ótrúlega feimið og hlédrægt, en líður óskaplega vel í sumum aðstæðum en mjög illa í öðrum aðstæðum. Það vekur oft furðu fólks þegar einstaklingur með kvíða er tónlistarmaður/kona eða leikari/kona. Sama manneskja getur svo fundið fyrir kvíða fyrir því að fara í brúðkaup eða stórafmæli. Það vekur líka oft furðu að kvíðinn einstaklingur getur notið sín á stórri samkomu en þolir illa lítil samkvæmi eða öfugt.

Það halda margir að kvíðinn einstaklingur forðist öll félagsleg samskipti en það getur verið mjög mismunandi eftir einstaklingum. Það er rosalega misjafnt hvað vekur kvíða hjá fólki. Sumir einangra sig en aðrir ekki.

10. Endurtekningar eru besti vinur kvíðinnar manneskju

Fólk sem er kvíðið segir vinum sínum oft sömu söguna því þeim líður óþægilega. Þeir endurtaka því söguna til að slaka á og vita jafnvel að sagan hefur verið sögð áður, en eru að leitast eftir að fá samþykki þess sem talað er við.

11. Innsæi getur verið gjöf og bölvun.

Fólk með kvíða hefur mikið innsæi. Innsæið getur verið rangt en þegar það er rétt, er það yfirleitt laukrétt. Maður býst við hinu versta og stundum fer það alls ekki þannig og þá gleðst maður. Svo gerist það versta og manni finnst innsæið hafa sagt manni þetta.

Heimildir: YourTango

SHARE