11 hlutir sem kona ætti aldrei að gera fyrir mann

Til þess að lifa innihaldsríku lífi eru nokkrir hlutir sem kona ætti aldrei að gera fyrir nokkurn mann. Ástin er öflug en hún ætti ekki að stjórna ölllu sem þú gerir. Það er mikilvægt að bera umhyggju fyrir öðrum en þú ættir ekki að gefa hamingju þína upp á bátinn fyrir nokkurn annan. Hér eru nokkrir hlutir sem kona ætti aldrei að gera fyrir nokkurn mann:

1. Gefa drauma sína upp á bátinn

Ef þig hefur alltaf langað til að verða læknir, ekki láta hann tala þig af því. Þú átt ekki að þurfa að velja milli starfsframans og maka þíns. Ef þið elskið hvort annað ættuð þið að geta fundið út úr þessu. Ef þú skiptir um skoðun varðandi framtíðina þína, af þínu eigin frumkvæði, þá er það gott og vel. En kona ætti aldrei að láta mann stoppa sig í elta drauminn sinn.

2. Breyta siðferði sínu

Allir hafa mismunandi siðferði og það er ekkert að því. Hinsvegar ætti maðurinn þinn að bera virðingu fyrir þínu siðferði þótt hann sé ekki alveg sammála. Ef hann hvetur þig til að breyta siðferði þín, þá er það ekki rétt. Honum á að þykja vænt um þig eins og þú ert og ætti ekki að reyna að breyta þér. Sterkt siðferði þitt ætti að vera eitthvað sem hann dáist að, ekki eitthvað sem hann vill breyta.

3. Breyta útliti sínu

Þó að maður elski Victoria’s Secret fyrirsætur þýðir það ekki að hann þurfi að eignast kærustu sem lítur út eins og Victoria’s Secret fyrirsæta. Ef maðurinn þinn þrýtstir á að þú klæðir á ákveðinn hátt eða jafnvel þrýstir á að þú farir í lýtaaðgerð, hefurðu ekkert að gera með svoleiðis mann. Ef hann fílar ekki þína náttúrulegu fegurð, ættir þú að finna þér einhvern annan sem kann að meta þig.

Sjá einnig: Glímir þú við reiðivanda og hvað er til ráða?

4. Fórna tíma með vinum sínum

Við erum öll sammála um að það er ekki nógu margar klukkustundir í einum sólarhring. Hinsvegar getur þú ekki eytt öllum þínum tíma með manninum þínum. Vinir þínir og fjölskylda þurfa alveg á þér að halda, þó þú vitir það kannski ekki. Skiptu tíma þínum á milli allra á sanngjarnan máta. Ekki vanrækja vini þína því þeir munu vera til staðar ef/þegar sambandið endar.

5. Fela hæfileika sína

Aldrei þykjast vera einhver önnur en þú ert. Ekki láta eins og þú sért minna greind eða minna handlagin á heimilinu, bara til að gera hann ánægðan. Karlar fíla sjálfstæðar konur, ótrúlegt en satt. Hann verður stoltur af því hversu góð þú ert að sjá um hluti.

6. Svelta sig

Það er ekkert að því að vera heilbrigður. Ef þú vilt fara á ákveðið mataræði eða byrja að æfa, þá er það frábært! Auðvitað ættirðu bara að gera það vegna þess að þú vilt bæta sjálfan þig. Ekki gera það til að þóknast honum og ALDREI nota aðferðir eins og að kasta upp eða svelta þig. Það eru til margar heilbrigðar og góðar leiðir til að léttast og líða vel.

Sjá einnig: G-blettur karla – Hvernig finnurðu hann?

7. Leyfa honum að stjórna

Eins mikið og þú elskar hann, þá ættir þú aldrei að láta hann hafa fulla stjórn á lífi þínu. Ef þú ert í föstu sambandi er mikilvægt að ræða stórar ákvarðanir. Hins vegar hefur hann ekki réttinn til að taka allar lokaákvarðanir um hvað þú mátt og hvað þú mátt ekki gera. Þegar upp er staðið ert það alltaf þú sem stjórnar hvaða leið þú ferð í lífinu.

8. Að eignast börn

Ef ykkur langar bæði að eignast börn, er það bara frábært. En ef manninn þinn langar í börn en þú ert ekki alveg tilbúin í það, ættirðu ekki að verða ólétt bara til að þóknast honum. Að eignast barn er stór ákvörðun sem verður að taka alvarlega og þið verðið að taka hana alvarlega.

9. Að gleyma hver hún er

Þú veist hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki. Þú veist hvað þú vilt gera um helgar og ættir ekki að láta neinn mann breyta skoðun þinni. Það er allt í lagi að vaxa en þú ættir aldrei að láta eins og þér líki eitthvað bara til að gera hann glaðan. Vertu þú því ekkert annað skiptir máli þegar upp er staðið.

10. Að særa einhvern

Ef kærasti þinn vill að þú hættir að vera í samskiptum við þinn fyrrverandi, getur það verið viðkvæmt mál. Ef þú gerir eins og hann vill, passaðu þig á að enda ekki með því að særa fyrrverandi. Hann mun skilja þetta ef þú útskýrir þetta fyrir honum, frekar en að loka bara endanlega á hann án nokkurrar ástæðu.

Sjá einnig: Kynlífið: Hvað er „pegging“?

11. Lækka staðlana sína

Þú veist hvað þú vilt og þú veist hvers þú þarfnast. Ef maður er ekki nógu góður fyrir þig, ættir þú ekki bara að sætta þig við það. Það tekur tíma að finna þann eina rétta og þú átt aðeins að sætta þig við það sem er best fyrir þig. Þegar þú ert ástfangin mun maki þinn verða stór hluti af þínu lífi. Hinsvegar gefur nándin við hann, honum ekki leyfi til að stjórna þér.

Hefurðu einhverntímann gert eitthvað fyrir mann sem þú sérð eftir í dag?

Heimildir: allwomenstalk.com

SHARE