G-blettur karla – Hvernig finnurðu hann?

Í dag ætlum við að segja ykkur hvernig skal finna g-blett karlmanna! Þeir eru nefnilega með einn sérstakan unaðsblett eins og við konurnar. Þið hafið kannski heyrt allskonar sögusagnir um að „karlar séu ekki með g-blett,“ eða að „g-blettur karla sé bara endaþarmur þeirra,“. Þetta er hvorugt rétt.

Það er rosalega gaman að ná sífellt nýjum hæðum í kynlífinu og við getum lofað ykkur því að karlmaðurinn í lífi þínu mun upplifa áður óþekktan unað.

Sjá einnig: Kynlífið: Hvaða stjörnumerki á best við þig?

G-blettur karla er vissulega inni í endaþarmi karlmannsins, eða öllu heldur, þú kemst að honum í gegnum endaþarm. Um er að ræða blöðruhálskirtilinn og ef þú nærð að örva hann mun rekkjunautur þinn upplifa hæstu hæðir unaðar.

Jæja, komum okkur að þessu. Hér er leiðin til að finna og örva g-blett karlmanns:

  1. Maðurinn liggur á bakinu
  2. Með vel smurða fingur skaltu fara með lengsta fingur þinn inn, varlega og mjúklega.
  3. Þú finnur fljótlega fyrir kúlu, ca á stærð við golfkúlu og þá ertu komin á réttan stað.
  4. Gerðu svo „komdu hingað“ hreyfingu með fingrinum, með fingurinn á kirtlinum.
  5. Ef þú gefur honum smá munnmök á meðan á þessu stendur, mun hann fá flugelda fullnægingu.

Aðalatriðið er að það sé gagnkvæmt traust í gangi og vilji til að prófa nýja hluti.

Góða helgi!

SHARE