12 ára stúlka sigraði í America´s Got Talent

Grace VanderWaal (12) hefur gjörsamlega heillað alla í dómnefnd America´s Got Talent, sem og alla áhorfendur keppninnar. Hún kom, sá og sigraði með hverju laginu á fætur öðru þar sem hún spilaði undir á ukulele.

Fyrsta lagið sem hún flutti í keppninni heitir „I Don’t Know My Name“

https://youtu.be/eNxO9MpQ2vA

Lag númer 2 sem hún flutti heitir „Beautiful Thing“ og sagði Grace að hún hafi samið þetta lag fyrir systur sína.

https://youtu.be/My_FR8MqWm4

Þriðja lagið hennar Grace heitir „Light The Sky” og manni finnst alveg með ólíkindum að þessi unga stúlka hafi upplifað allar þessar tilfinningar sem hún syngur um.

https://youtu.be/uWdE1NjZg8g

Fjórða lag Grace heitir „Clay” og fékk hún gullna hnappinn fyrir þetta lag.

https://youtu.be/epYS1mmn8Lg

Í seinasta þættinum flutti Grace aftur lagið sem hún söng í áheyrnarprufunum og sýndi það og sannaði að hún ætti skilið að vinna þessa keppni.

https://www.youtube.com/watch?v=arVNlIBEBEk&feature=youtu.be

 

 

 

 

SHARE