12 merki um að barnið þitt sé mjög næmt (highly sensitive)

Án þess að ætla sér það geta foreldrar látið börnum sínum líða eins og eitthvað sé að þeim og á það sérstaklega við, þegar um er að ræða „mjög næm“ börn. Sumir halda að næmni sé veikleiki og börn sem eru mjög næm fá oft að heyra: „Hættu að gráta“ og „Hristu þetta af þér!“.

En sálfræðingar og taugasérfræðingar hafa komist að því að „mjög næm“ börn eru með marga og sjaldgæfa kosti.

Næm börn eru með einstaka samkennd

Einstaklega næm börn eru ekki bara með meiri sköpunargáfu, opnari og eftirtektarsamari en önnur börn heldur búa þau yfir vanmetnum eiginleikum: samkennd. Í einni rannsókn létu rannsakendur þátttakendur skoða myndir af fólki sem var annað hvort brosandi eða dapurt. Niðurstaðan var að í heila næmu einstaklinganna voru mestu samkenndarviðbrögðin. Einnig kom í ljós að næmu einstaklingarnir áttu mjög erfitt með að horfa á ókunnuga þjást án þess að langa til að hjálpa. Þar sem næmir einstaklingar verða fyrir meiri áhrifum af fólkinu í kringum sig, fá þeir meira út úr hvatningu, þjálfun og stuðningi og ef þeir fá smá hvatningu geta þeir komist mjög langt.

„Mjög næm“ börn eru ekki bara með meiri sköpunargáfu, opnari og eftirtektarsamari en önnur börn heldur búa þau yfir vanmetnum eiginleikum: samkennd. Í einni rannsókn létu rannsakendur þátttakendur skoða myndir af fólki sem var annað hvort brosandi eða dapurt. Niðurstaðan var að í heila næmu einstaklinganna voru mestu samkenndarviðbrögðin. Einnig kom í ljós að næmu einstaklingarnir áttu mjög erfitt með að horfa á ókunnuga þjást án þess að langa til að hjálpa. Þar sem næmir einstaklingar verða fyrir meiri áhrifum af fólkinu í kringum sig, fá þeir meira út úr hvatningu, þjálfun og stuðningi og ef þeir fá smá hvatningu geta þeir komist mjög langt.

Er barnið þitt með „mjög næmt“?

Samkvæmt sálfræðingnum Elaine Aron, sem var fyrst til að nota hugtakið „mjög næmur einstaklingur“ eða „highly sensitive person“, er 1 af hverjum 5 börnum „mjög næm“.

Algengustu merki þess að barnið þitt sé mjög næmt eru:

1.

Þau taka eftir minnstu smáatriðum, eins og nýjum fötum kennarans eða að það sé búið að færa til húsgögn.

2.

Skap annarra hefur virkilega mikil áhrif á þau. Þau taka tilfinningar annarra inn á sig og upplifa þær sem sínar eigin.

3.

Þau eiga erfitt með að hrista af sér sterkar tilfinningar eins og reiði og áhyggjur.

4.

Þau kvarta þegar eitthvað er ekki í lagi (t.d. óþarfa hljóð í rúmfötum, miði sem nuddast við húðina og þröngur buxnastrengur).

5.

Þau verða stressuð og þreytt í látum og mannmörgum stöðum eins og ræktinni og þola illa ilmvatnsbúðir sem eru með sterkar lyktir.

6.

Þau þola ekki að láta reka á eftir sér og vilja vanda sig við allt.

7.

Þau bregðast betur við mildri leiðréttingu en harkalegum aðgerðum.

8.

Þau koma með athugasemdir sem eru fullar af innsæi og virðast vita margt miðað við aldur.

9.

Þau eru með sniðugan húmor.

10.

Þau eiga auðvelt með að lesa í fólk og giskað á, af mikilli nákvæmni, hvað fólk er að hugsa og/eða upplifa.

11.

Þau neita að borða ákveðnar fæðutegundir vegna lyktar þeirra eða áferðar.

12.

Þeim bregður mjög auðveldlega, t.d. ef einhver læðist upp að þeim.

Ef eitthvað af þessum dæmum hljómar kunnuglega, mundu bara að það er jákvætt. Mjög viðkvæm börn hafa allt aðra nálgun á umhverfi sitt en önnur börn og það er styrkur.

Foreldrar næmra barna geta hjálpað þeim dagsdaglega

1. Settu væntingar fyrirfram

Mjög næmir krakkar þurfa tíma til að hugsa hlutina og ef þú gefur þeim fyrirvara hafa þau ákveðið val: Þau vita hvað er að fara að gerast og geta komið til móts við væntingarnar og þau vita að það verði afleiðingar ef þau koma ekki til móts við væntingarnar.

Þetta getur einfaldlega verið eitthvað eins og: „Í dag ætlum við heimsækja ömmu á hjúkrunarheimilið. Við þurfum að nota inniröddina og vera róleg því sumir sem eru þarna eru svolítið veikir.“

2. Notaðu mildan aga

Mjög næm börn finna mjög djúpt fyrir tilfinningum sínum og geta auðveldlega verið særð og tekið hlutina leiðréttingum persónulega.

Þannig að ef þú ætlar að senda barnið í „hlé“ að senda það í hlé þar sem eru þægindi, bangsar og rólegheit til að ná tökum á tilfinnningum sínum.

Eftir „hlé“ er gott að hrósa þeim fyrir eitthvað og segja þeim hvað þú elskar hann/hana mikið.

3. Vertu tilfinningalegur þjálfari

Sem foreldri ertu nú þegar að kenna börnunum þínum að hafa stjórn á tilfinningum sínum dagsdaglega. Það gerir þú með því að sýna gott fordæmi í hvernig þú tekst á við tilfinningar þínar, hvort sem það er tengt vinnu eða bara þegar kemur að frekjuköstum barnsins þíns.

Því meiri sjálfstjórn sem þú sýnir í þessum aðstæðum því betra fordæmi setur þú.

4. Talaðu þeirra máli

Segðu kennara barnsins þíns frá næmni barnsins þíns áður en eitthvað kemur upp og þegar barnið þitt notar næmni sína (t.d. með því að nota ímyndunaraflið sitt eða hjálpa vini sínum sem gengur í gegnum erfiðleika) skaltu hrósa því og segja barninu hversu stolt/ur þú ert af því.

5. Sýndu þeirra upplifun af heiminum athygli

Gefðu þér tíma til að tala og leika við barnið þitt í einrúmi, án systkina og vina. Spyrðu barnið opinna spurninga eins og: „Hvað var erfitt fyrir þig í dag?“ frekar en „Áttirðu slæman dag?“. Reyndu að skilja hvað barnið þitt upplifir í líkama sínum í gegnum öll skilningarvitin. Svörin gætu komið þér á óvart.

Heimildir: cnbc.com

SHARE