13 ára íslenskar stúlkur handteknar á vespu – 4 lögreglubílar á vettvang

Eins og DV greindi frá í dag voru tvær 13 ára stúlkur handteknar í gærkvöld eftir að hafa ekið á númerslausri ótryggðri vespu án tilskilinna leyfa.

„Ég er ekki að verja barnið, hún hefði auðvitað átt að stoppa og ekki keyra áfram. En þetta eru þrettán ára gömul börn. Þetta er alltof mikill viðbúnaður,“ segir móðir annarar stúlkunnar sem lögregla hafði afskipti af í gærkvöldi er allt annað en sátt við framgang lögreglunnar.

Móðirin viðurkennir að sjálfsögðu að löggan hefði átt að stoppa þær en á vettvang mættu 4 lögreglubílar og veittu stúlkunum eftirför sem endaði með því að stúlkurnar óku vespunni á staur. Eftir það voru þær settar í handjárn og dóttir konunnar þurfti að fara á spítala vegna áverka á höfði eftir að hafa ekið á staurinn og misst hjálminn.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here