13 atriði sem þeir sem voru börn á áttunda áratugnum kannast við

Foreldrar kannast flestir við það að hafa hugsað til sinnar eigin æsku og prakkarastrikanna sem þeir gerðu og hugsa: „Eins gott að barnið/börnin mín séu ekki að gera svona.“

Það hefur ótalmargt breyst frá því á áttunda áratugnum, svo ekki sé meira sagt en hérna eru nokkur atriði sem áttu við á áttunda áratugnum en ekki í dag.

 

1. Miðju sætið afturí var besta sætið  því þá gátu maður hangið á milli sætanna og náði jafnvel að fikta í útvarpinu.

2.  Það var aldrei hægt að ná í mann eftir skóla og fram að kvöldmat. Í dag væri búið að lýsa eftir manni í fjölmiðlum.

3. Maður fékk alltaf jafn mikið af súrefni og óbeinum reykingum.

disco-ball-helmet

4. Það var ekki mikið spáð í sólarvarnir og ef þær voru notaðar þá var það kannski SPF 4.

5. Það var alltaf gaman að sjá að foreldrar einhvers átti pallbíl, því þá fékk maður iðulega að vera á pallinum á akstri.

6. Hjólahjálmar? Þeir voru bara fyrir lúða og enginn var með þá.

7. Það var klifrað á grindverkum, í trjám, lækjum og byggingum án þess að nokkur vissi, enginn sem stóð og fylgdist með og sagði hvað má og hvað má ekki.

8. Maður var sendur út í búð til að kaupa sígarettur.

9. Barnabílstólar. Þeir voru ekki til!

10. Bílbelti. Ef þau voru í bílunum þá voru þau ekki notuð. Stundum voru þau bara frammí en ekki afturí og þá kannski notuðu foreldrarnir þau en börnin voru laus afturí.

kidsmokecar

 

11. Það var hiklaust reykt inni í bílunum og í barnaafmælum. Ef veðrið var ekki gott þá þurfti að loka gluggunum í bílnum og maður sat aftur í, grænn í framan.

12. Maður var sendur í sveit hvert sem er, til ókunnugs fólks. Það er ólíklegt að það gerðist í dag.

13. Fjarstýringar voru rosalegt tækniundur, fyrst voru þær sumar tengdar við tækið sjálft með snúru og svo urðu þær þráðlausar.

SHARE