13 leiðir til að skipuleggja eldhúsið og baðið

Hver elskar ekki skemmtilegar hugmyndir fyrir heimilið sitt. Þessar myndir eru héðan og þaðan af netinu og gefa manni skemmtilegar hugmyndir.

1. Hilla undir hrærivélina sem fer svo inn í skápinn

2. Rekkar sem hægt er að draga út og hengja pönnurnar á

3. Grind til að þurrka leirtau, inni í skápnum

4. Falskar skúffur fyrir framan vaskinn

5. Tímaritahirsla fest inn á skáp til að geyma plastfilmu, álpappír og smjörpappír

6. Notaðu aukaskúffu sem strauborð sem hægt er að brjóta saman

7. Rótargrænmetið í skúffu

8. Hankar fyrir mæliskeiðar innan á skápshurðina

9. Litlar hillur auka plássið til muna

10. Flottur skápur fyrir krydd, pasta og bökunarvörur

11. Hárblásari, sléttu- og krullujárn á sérstökum stað

12. Vasar fyrir allt sem þarf í sturtuna

13. Segull sem hægt er að líma innan á skáp og geyma alla þessa hluti sem týnast alltaf

SHARE