14 magnaðar staðreyndir um ástina

Ástin getur látið mann gera galna hluti en líka alveg frábæra hluti, uppgötva nýjar tilfinningar og nýjar hliðar á sjálfum sér.

Hér eru 25 atriði sem munu örugglega koma þér á óvart varðandi ástina:

1. Ástin veldur því að hjartsláttur pars samstillist

Þegar þú ert í virkilega innilegu sambandi muntu taka eftir því að hjartslátturinn þinn og maka þíns samstillist. Þetta er einn hluti af því að dýpka tengslin milli þín og maka þíns.

2. Losti er öðruvísi en ást

Losti er frumstæð tilfinning sem fékk okkur til að vilja fjölga okkur. Testósterón og estrógen eru aðalhormónin sem vekja upp lostafullar tilfinningar.

Ef sambönd eru byggð á losta eru tilfinningarnar meira líkamlegar, en þegar samband byggist á ást, vilt þú þekkja manneskjuna á alla vegu.

3.Ástarhormón geta látið þig gera brjálaða hluti

Öfund er eitthvað sem stafar af oxytósíni, einu af ástarhormónunum. Ef oxytósín-ið hækkar í líkama einhvers getur það leitt til þess að hann geri hluti sem eru mjög eitraðir og slæmir fyrir ástarsambönd viðkomandi.

Sjá einnig: Gamlar myndir sem sýna að fegurð snýst ekki um„filter“ eða fegrunaraðgerðir

4. Ást er í raun þrjár tilfinningar í einni

Ást samanstendur í raun af þremur mismunandi tilfinningum. Samkvæmt Helen Fisher, mannfræðingi sem hefur rannsakað mikið mannlega hegðun og líffræði tengda ást og aðdráttaafli. Hún segir að það sem við höfum farið að kalla „ást“ sé sambland af losta, aðdráttarafli og nánd.

5. Margar dýrategundir stunda einkvæni

Menn eru ekki eina tegundin sem eignast maka ævilangt. Margar aðrar tegundir, eins og dúfur, úlfar, svanir og fleiri hafa einnig tilhneigingu til að makast hver við aðra ævilangt.

6. Ástin fær fólk til að gera brjálaða hluti

Þegar þú fellur fyrir einhverjum geturðu gert hluti sem þú myndir aldrei gera undir venjulegum kringumstæðum. Þegar manneskja er kynferðislega örvuð slekkur heilinn á sjálfsvitund, gagnrýnni hugsun og skynsemi einstaklingsins. Þetta getur haft skelfilegar afleiðingar.

Sjá einnig: Fræg fatamerki byrjuð að nota fyrirsætur í öllum stærðum.

7. Ástin gerir þig heilbrigðari

Rannsókn frá árinu 2014 leiddi í ljós að gift fólk var ólíklegra til að þróa með sér ákveðna hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsóknin leiddi í ljós að „gift fólk var 5% ólíklegri til að fá æðasjúkdóm samanborið við einhleypa,“ sem og „8% minni líkur á að fá ósæðargúlp í kviðarholi, 9% minni líkur á heila- og æðasjúkdómum og 19% minni líkur á slagæðasjúkdómum.“

8. Ást gerir þig hamingjusamari

Alltaf þegar þér líður illa gæti verið gagnlegt að hugsa um manneskjuna sem þú elskar. Ástin lætur heilann framleiða dópamín, taugaboðefnið sem lætur þig finna fyrir hamingju.

9. Þú veist innan fjögurra mínútna hvort þú elskar einhvern

Ást er tilfinning sem líkaminn þekkir mjög fljótt. Í merkilegri rannsókn sálfræðiprófessorsins Arthur Aron kom í ljós að þú getur fundið fyrir mikilli nálægð við einhvern eftir að horfa í augu viðkomandi í aðeins 4 mínútur.

10. Ást getur látið þig léttast

Ást framleiðir oxýtósín sem veldur tilfinningalegri hamingju, en það getur líka minnkað matarlystina. Rannsókn frá 2015 leiddi í ljós að tilvist oxytósíns hjá körlum minnkaði kaloríuinntöku og hafði „góð áhrif á efnaskiptin“.

11. Fjölmargir hlutar heilans hjálpa þér að verða ástfangin/n

Rannsóknir Fisher leiddu einnig í ljós að ef þú verður hrifin losar heilinn þinn sig við hormón frá mismunandi hlutum heilans, einkum heilaberki, undirstúku og heiladingli. Hormónin sem myndast láta þér líða svo vel með manneskjunni sem þú ert með að þú verður ástfangin/n.

12. Ást er keimlík OCD

Á fyrstu stigum ástar eru flestir með minna magn serótóníns í líkamanum og hærra magn af kortisóli. Serótónín tengist hamingju en kortisól er tengt streitu. Hlutfallið milli serótóníns og kortisóls er svipað hjá fólki sem greinst hefur með áráttu- og þráhyggjuröskun. Það þykir því vera ein af ástæðunum fyrir því að við verðum mjög upptekin/n af ástinni okkar þegar við verðum fyrst ástfangin.

Fisher segir: „Það er þetta sem gefur þér gleðina og löngunina, sem er grundvallaratriði í ástarsamböndum.“

13. Að haldast í hendur við ástina þína minnkar stress og sársauka

Önnur rannsókn sýndi að pör sem haldast í hendur eru með dýpri tengingu og láta manni líða betur í streituvaldandi aðstæðum eða ef maki manns er að kveljast.

14. Ástin getur gert þig veika/n

Þegar maður verður ástfanginn verður maður stundum veikur af ást, bókstaflega. Líkaminn losar út kortisól, sem er streituhormón sem bælir ónæmiskerfið. Það getur orðið til þess að maður veikist.

Heimildir: YourTango

SHARE