150 ára gamlar fangamyndir!

Hér fyrir neðan eru nokkrir af fyrstu föngum til að vera náð á mynd.

Þessar fangamyndir, voru allar teknar fyrir meira en 150 árum síðan. Í dag eru teknar myndir af öllum föngum sem fara í gegnum kerfið en það eru ekki nema um rúm 150 ár síðan lögreglan byrjaði að láta mynda alla fanga. Áður en myndir voru teknar af föngum þurftu yfirvöld bara að reiða sig á handskrifaðar lýsingar á föngum og myndir teiknaðar eftir þeim.

Eftirfarandi myndir eru af föngum úr fangelsi í Bedford, teknar á árunum 1859-1876

 

1850s camera

Myndirnar voru líklega teknar á svona myndavél

James Knapton

James Knapton, 22: 6 ára fangelsi fyrir að kveikja í stöflum af haframjöli.

James Knapton, sem var ómenntaður námumaður var lýst sem manni með græn augu, 165 cm á hæð, með úfið hár og langt andlit. Hann hafði húðflúr á hægri framhandlegg – kross og kórónu og skammstöfunina JK á vinstri framhandlegg.

Thomas Jenkins

Thomas Jenkins, 39 – Neitaði að gefa sönnunargögn

Thomas Jenkins var eini svarti maðurinn sem myndir fundust af úr þessu fangelsi. Thomas var kokkur á skipi. Hann var handtekinn fyrir að neita að gefa sönnunargögn gegn tveimur mönnum sem sakaðir voru um morð. Thomas og tveir aðrir menn höfðu sést með þeim grunuðu rétt fyrir morðið. Thomas var lýst sem “lituðum manni” með breiðar axlir og kryppu á baki. Hann var giftur og frá Alabama.

George Perry

George Perry, 32 – Þóttist vera prestur og blekkti fólk

George þóttist vera prestur og plataði þannig af fólki peninga, hann var enn með prestakragan á fangamyndinni.B

Manninum var lýst sem lágvöxnum, um 80 kg með dökkt hár, græn augu, kringlótt andlit og heldur fölur. George var giftur. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi

William Flint

William Flint, 29 – Var dæmur til að vinna erfiðis vinnu fyrir að betla. 

William Flint var handtekinn fyrir að betla og dæmdur til að vinna erfiðisvinnu í mánuð. Maðurinn, sem var frá Manchester hafði um 11 dóma að baki.

Hann hafði nokkur húðflúr, “D” undir vinstri handlegg, “SN” á bringunni og sverð.

Hann hafði einnig brunaför á líkamanum.

Jane GreenJane Green, 20 – 4 ára fangelsi fyrir að stela

Þessi unga dama var dæmd fyrir stuld á 3 minjagripum. Hún fékk 4 ára fangelsi fyrir það voðaverk. Jane var gift, og afar lágvaxin eða um 145 cm á hæð, með svart hár og föla húð. Hún var með stafina “E.C.W.C” húðflúraða í bláum lit á hægri handlegg og “A.M.” á vinstri handlegg. Í skýrslunni stóð einnig að hún væri afar döpur á svip, sem var kannski ekki skrítið þar sem hún fékk heldur langan fangelsisdóm finnst þér ekki?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here