16 ára Beyoncé talar um Guð

Þegar þetta myndband var tekið upp var ein söluhæsta söngkona heims, Beyoncé Knowles, aðeins sextán ára gömul. Hún var nýkomin með plötusamning fyrir Destiny’s Child og segir í myndbandinu að hún hafi gengt ákveðnu móðurhlutverki í grúppunni og haldið henni saman.

Fyrir utan að segjast hafa nýverið látið pierca á sér naflann ræðir Beyoncé trú sína á almættið og segist fara með bænirnar á hverju kvöldi. Þá gefur hún ráð hvernig hægt er að ná markmiðum sínum.

„Það er mikilvægt að setja Guð í fyrsta sæti og að biðja á hverju kvöldi. Þú átt að taka bænunum alvarlega. Ég segi alltaf að maður á að vera auðmjúkur. Ef þú skyldir hitta mig einhverntíman og ég er ekki auðmjúk við þig máttu alveg gefa mér einn utanundir,“ segir Beyoncé meðal annars í viðtalinu.

Saga grúppunnar Destiny’s Child er fróðleg en upphaflega hét hópurinn Girl’s Tyme og var stofnuð árið 1990 þegar Beyoncé var aðeins níu ára. Upphaflega voru stelpurnar að rappa saman og sóttu ötult kirkjustarf saman. Ýmsar sviptingar urðu innan í hópnum en á endanum voru þær þrjár sem fengu plötusamning árið 1996 og gáfu síðar út smelli á borð við Say My Name, Survivor og Bootylicous.

Tengdar greinar:

Tveir óútkomnir smellir Beyoncé leka á netið

Svona lítur Beyoncé út ófótósjoppuð

Beyoncé fjárfestir í þessari villu

SHARE