16 ára drengur fær hjarta Skarphéðins Andra

Eins og við greindum frá í gær, lést Skarphéðinn Andri Kristjánsson á Landspítalanum, eftir að hafa verið á gjörgæslu í um tvær vikur. Hann, ásamt kærustu sinni, Önnu Jónu Sigurbjörnsdóttur var að keyra á Vesturlandsvegi þegar þau lentu í árekstri við flutningabifreið.

Steinunn Rósa Einarsdóttir, móðir Skarphéðins setti þessa færslu á Facebook í dag:

Í morgun fórum við á sjúkrahúsið til að sjá Skarphéðinn okkar. Á móti okkur komu þrír bílar í forgangsakstri.

Okkur hlýnaði mjög við að sjá að allir véku fyrir þessum bílum sem voru á leið á flugvöllinn með gjafir hans til annarra. Tvær flugvélar biðu eftir bílunum sem fara á þrjá mismunandi staði. Sex manns koma til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins og þar á meðal 16 ára strákur sem fær hjartað hans.

Nú er bara að bíða og vona að gjafirnar verði allar þegnar. Við viljum senda starfsfólki gjörgæslunnar í Fossvoginum sérstakar þakkir. Þau hafa verið yndisleg í alla staði þessar rúmar tvær vikur.

Einnig viljum við koma því á framfæri að þessar gjafir eru vegna óskar Skarphéðins Andra sjálfs. Ef ykkur langar að færa okkur eða honum eitthvað þá bendum við á að styrkja Regnbogabörn, Útigangsfólk, Olnbogabörn og stuðningsfélagið VON. Það hefði hann viljað.

kveðja
Steinunn Rósa, Kiddi, Einar, Ágúst og Sigríður Laufey

72646_10152254379784974_878867763_n

SHARE