Fimm algengar aðferðir til að koma svefnvenjum ungbarna í lag

Ungir foreldrar tala um fátt meira og oftar en hvernig ungbarnið sefur, sefur ekki og um fá mál eru jafn skiptar skoðanir og það hvernig á að koma á góðum svefnvenjum.  Í Los Angeles eru nokkrir af fremstu barnalæknum Bandaríkjanna en þeir eru ekki á einu máli um hvernig, hvenær og jafnvel hvort eigi að reyna að koma reglu á svefn ungbarna.  Rannsókn var gerð á svefnvenjum ungbarna og  deila sérfræðingar og leikmenn um niðurstöður hennar.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í septemberhefti tímaritsins Pediatrics (barnalækningar) og er þar m.a. athugað hve mikið er af streituhormóni í heila barnanna þegar þau hafa grátið mikið.

Andstæðingar þess að reyna að koma lagi á svefnvenjur ungabarna eins og t.d.  Dr. Bill Sears, prófessor í barnalækningum við  Irvine háskólann í Californiu og höfundur þrjátíu bóka um barnauppeldi  segir,  að heili barna geti skaðast vegna aukins cortisols sem myndast þegar þau eru látin eiga sig og gráta.   En samt sýna nýjar rannsóknir að það virðist ekki neinn skaði verða af því að koma svefnvenjunum í lag.

 

Dr. Scott Cohen sem er barnalæknir í Beverly Hills og höfundur bókarinnar “Borða, sofa, kúka”, segir að það sé allt í lagi að byrja að þjálfa börnin þegar þau eru um fjögurra mánaða gömul því að þá séu þau að byrja að geta haft ofan af fyrir sér sjálf.  Hann er líka sammála þeirri skoðun að börn sem eru látin gráta svolitla stund sýni ekki meiri streitu en börn foreldra sem alltaf eru með þau í  fanginu.

Jay Gordon, sem er barnalæknir í  Santa Monica í Californiu er öflugur talsmaður þess að foreldrar sinni börnum sínum í raun nótt og dag, séu nálægt þeim og svari þörfum þeirra. Hann segir að fáir eða engir sofi í einu dúr alla nóttina og  hvetur unga foreldra til að aðlaga sig þörfum barnsins en ekki að krefjast þess að barnið aðlagi sig þörfum foreldranna.   “Leyfið venjum að þróast eins eðlilega og hægt er. Þegar barnið á t.d. að fara ð byrja í leikskóla er líklega rétt að fara að huga að svefnvenjum sem henta bæði barni og foreldrum.   Það getur verið beinlínis hættulegt að ætla að þrykkja öllum börnum í eitt svefnmystur.

Það er mjög mikilvægt að hver fjölskylda hugi að þörfum sínum og viðhorfum.

“Ungar mæður eru yfirleitt ofurþreyttar og vansvefta. Athugun hefur leitt í ljós að þegar fólk sefur að jafnaði minna en sex tíma á nóttu verða viðbrögð  svipuð og hjá drukknum ökumanni“.

Dr. Karp sem hefur rannsakað svefnvenjur ungabarna mikið segir að það sé vel þekkt þjóðsaga að öll börn eigi að vera farin að sofa alla nóttina þegar þau ná vissum aldri.

Ungbörn og fullorðnir sofa, rumska og vakna alla nóttina, sumir á 90 mín. fresti, aðrir á tveggja tíma fresti.  Sum börn gráta og kveina þegar þau vakna og þá talar fólk um að barnið sofi ekki almennilega alla nóttina,  segir Marsha Weinraub prófesso í sálfræði við Temple háskólann. Hún fullyrðir að lokinni rannsókn á 1200 ungbörnum að það sé langfarsælast að láta börnin eiga sig á nóttunni þegar þau eru að rumska.

Hvað eiga foreldrar þá að gera?

Fimm algengar aðferðir til að koma svefnvenjum í lag

 

Að sofa í sama rúmi: Sumir foreldrar  hafa barnið hjá sér í rúminu.  Það er næstum því alltaf öruggt að hafa barnið hjá sér í rúminu. Ungbörn vakna oft á nóttu og sjá til hvað þau fá- faðmlag og  sopa- og svo fara þau  aftur að sofa. Því lengur sem þú getur svarað þörfum barnsins þíns þeim mun betra. Þegar foreldrar fara að draga úr samskiptum sínum við barnið fjarlægast þau það og tengslin verða ótraustari.

 

Vaka og sofa: Hugsunin hér er að þjálfa barnið í að vera ánægt og rólegt og fara aftur að sofa þegar það vaknar. Dr. Harvey Karp mælir með að það sé gott að ágætt að hafa lágt suð eða raul í herberginu, gefa barninu að borða og vefja það inn í teppi áður en það er lagt í rúmið. „Ef barnið sofnaði í fanginu á þér skaltu setja það varlega í vögguna og rugga vöggunni svolítið“ segir Karp. „Venjulega rumskar barnið en sofnar svo.  Á þennan hátt lærir barnið að það getur sofnað aftur og að nokkrum vikum liðnum er barnið farið að finna til ánægjunnar að sofna svona. Þetta er á allan hátt farælla en að láta barnið  gráta sig í svefn“. 

 

Taka barnið upp, leggja það í vögguna: Hér taka foreldrar barnið strax upp ef það bærir á sér eða grætur og leggja  það aftur niður þegar það hættir  að gráta. Þetta krefst mikillar þolinmæði og er ekki mælt með því að gera þetta ef barnið er yngra en fjögurra mánaða.

Að skipta sér ekki af : Marc Weissbluth sem er barnalæknir í Chicago er talsmaður þess að börn  séu bara látin eiga sig og gráta sig í svefn og þannig læri þau að sofna sjálf. 

 

Að draga úr athyglinni: Hér er átt við að foreldrar hlaupi ekki strax til að svara barninu þó að það ambri heldur láti líða dálitla stund og svari þá. Smám saman sé biðtíminn lengdur og barnið læri að þetta er allt í lagi! Foreldrar eru hvattir til að ganga úr skugga um að ekkert sé að barninu, oft sé nóg að strjúka því um kinn og tala rólega við það  en vera ekki lengi inni hjá því.

Frægur barnalæknir segir þetta við unga foreldra: Það er auðvelt að segja við foreldra að koma almennilegum svefnvenjum á hjá börnum sínum. En ég á tvær dætur og veit alveg hvað það er ótrúlega erfitt!   

Hvað hefur þér fundist virka best á barnið þitt?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here