Þessi listi yfir 19 mannskæðustu dýrategundirnar birtist á Viralnova og er heldur betur athyglisverður. Hann kemur mjög á óvart!

19. Hlébarði – Á meðan það eru ekki til nein opinber gögn um árásir af völdum hlébarða, þá er það mjög algengt í Indlandi að lenda í þeim. Á einu ári drápu þeir 15 manns.

18. Hestur – Hestar eru yndislegir og það er ekki gaman að hafa þá á listanum en þeir verða um 20 Ameríkönum að bana á hverju ári. Þá er um að ræða, aðallega þá sem eru að ríða þeim í veðhlaupum

17. Kýr – Þekkið þið einhvern sem hefur dáið af völdum þess að lenda í kú? Örugglega ekki, en það gerist samt. Þetta eru hinar rólegustu skeppnur en eiga það til að sparka frá sér og ef það spark fer í höfuð getur það leitt til dauða. Rúmlega 20 manns á ári deyja vegna kúa.

16. Maur – Það eru til margar tegundir af maurum í heiminum og samtals verða þeir 30 manns að bana á ári.

15. Býfluga- 53 manneskjur á ári deyja af völdum býflugna, aðallega vegna lífshættulegra ofnæmisviðbragða

14. Afrískt ljón – Seinustu tölur benda til þess að 70 manns á ári látist af völdum ljóna

13. Marglytta – Þú ættir ekki að vera mikið að hræðast hákarla, því marglyttur drepa 15 sinnum fleiri á ári hverju, en hákarlar.

12. Tígrisdýr – Tígrisdýr verða fleirum að bana en ljónin en talið er að tígrisdýr verði rúmlega 100 manns að bana á ári.

11. Dádýr – Dádýr verða um 120 manns á ári að bana. Það er samt sem áður ekki með vilja gert heldur er það, í flestum tilfellum, með því móti að dýrið hleypur í veg fyrir bíl og veldur slysi.

10. Hundur – Hundar eru yndislegir en þeir geta verið grimmir ef þeir fá ekki rétt uppeldi. Heimilishundar valda um 186 dauðsföllum á ári hverju.

9. Vísundur – Þessar stóru skepnur eru ekki blóðþyrstar, en ef þeim finnst þeim ógnað á einhvern hátt, geta þær orðið hættulegar mönnum. Um 200 manns á ári deyja vegna vísundanna.

8. Fíll – Fílar verða um 500 manns að bana á hverju ári og yfirleitt er það vegna þess að þeir stíga á manneskjur.

7. Krókódíll – Það er kannski enginn hissa að krókódíllinn sé á þessum lista en hann verður 1500- 2500 manns að bana á hverju ári.

6. Flóðhestur – Flóðhesturinn er kannski ekki eitthvað dýr sem fólk býst við að sé á listanum, en hann er talinn eitt af hættulegustu dýrum Afríku. Hann verður um 3000 manns að bana á ári.

5. Sporðdreki – Það eru til um 1500 tegundir af sporðdrekum í heiminum en aðeins 25 af þeim tegundum, eru eitraðir. Þessar 25 tegundir verða um 5000 manns að aldurtila.

4. Snákur – Það er alveg ástæða til að hræðast snáka því þeir verða um 50 þúsund manns að bana á hverju ári.

3. Tsetse fluga – Þessi fluga er til í Afríku og getur sýkt fólk af svefnsýki. Það gerir hún við um 500 þúsund manns á ári og um 80% af þeim sem sýkjast, deyja.

2. Moskítófluga – Moskítóflugan ber á milli manna sjúkdóma eins og malaríu og verður um 1 milljón manna að bana á ári.

1. Mannfólkið – Það er engin sem drepur fleiri menn en við sjálf. Við sýnum það og sönnum á hverjum degi.

SHARE