22 ára gömul kona bar fram falskar ásakanir um nauðgun 11 sinnum – Situr inni í 16 mánuði

Hin 22 ára gamla Elizabeth Jones hefur verið dæmd í fangelsi eftir að hafa logið til um að sér hafi verið nauðgað 11 sinnum fyrir dómi. Það komst upp um konuna, sem talin er vera með lygasýki, þegar lögregla fékk í hendurnar eftirlitsmyndband sem sönnuðu það að maðurinn, sem stúlkan hafði nýlega sakað um nauðgun, hafði í raun ekki nauðgað henni. Hún sagði svo seinna að henni hefði bara ekki líkað við hann lengur.

Elizabeth byrjaði að stunda þetta þegar hún var aðeins 13 ára, árið 2004. Á árunum 2005-2007 tilkynnti hún svo 8 aðrar nauðganir sem lögregla rannsakaði og taldi falskar, hún var þó ekki kærð á þessum tíma.

Árið 2009 var konan dæmd í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að falskar ákærur. Nýjasta fórnarlamb konunnar var kærasti hennar sem hún ásakaði um nauðgun eftir rifrildi þeirra á milli. Lögregla byrjaði að rannsaka málið, Jones fór á lögreglustöðina til að undirgangast læknisrannsókn og endurtók ásakanir sínar. Kærasta hennar var haldið og yfirheyrður í 9 klukkutíma áður honum var leyft að fara án ákæru.

Kærastinn þvertók fyrir þessar ásakanir og sagði að hún hefði ráðist á hann. Seinna í ferlinu fann lögreglan upptöku sem sýndi greinilega að maðurinn hafði ekki nauðgað stúlkunni heldur hefði hún ráðist á hann. Ekkert kynferðislegt hafði átt sér stað.

Þáverandi kærasti hennar kærði hana fyrir falskar ásakanir og í dómnum segir að þetta sé í 11 skipti sem hún sakar mann um nauðgun.

Elizabeth var seinna handtekin og játaði að hafa logið til um nauðgunina, hún segir að ástæðan hafi verið sú að henni líkaði ekki við hann lengur. Hún situr nú í 16 mánaða fangelsi.

Dómarinn í málinu segir að Elizabeth hafi átt erfiða æsku og hefði flakkað á milli fósturheimila

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here