22. desember – Frábær og vegleg uppskriftabók

Jæja nú fer þetta að bresta á, en það eru bara tveir dagar til jóla og við erum sannarlega komin í jólaskap og farin að huga að veisluhöldunum sem framundan eru.

Í dag ætlum við að gefa Stóru alifugla-bókinni frá bókaforlaginu Sölku og gott vín með. Bókin er frábær fyrir eldamennskuna um jólin en þar má finna dýrindis uppskriftir að hátíðlegum matréttum sem sóma sér vel í matarboðunum yfir hátíðarnar.

Um helgina ákvað ég að prófa eina uppskrift úr Stóru alifuglabókinni. Ég fletti fram og aftur í henni og þar sem ég er ekki búin að öllu fyrir jólin (hver í fullri vinnu er það síðustu helgina fyrir jól?) vildi ég helst finna einhverja uppskrift sem væri tiltölulega fljótleg en samt góð. Ég rakst á eina að úrbeinuðum kjúklingalærum sem mér leist mjög vel á, bæði er hún ódýr og leit út fyrir að mjög auðleyst, en hún fylgir hér að neðan. Eina sem ég bætti við uppskriftina voru kartöflur, ég átti afgang af sætri kartöflu og nokkrar gullauga í kælinum, þannig ég skar hvoru tveggja í litla bita og steikti á pönnu, sem kom mjög vel út og börnin voru rosalega ánægð og borðuðu kjúklinginn upp til agna. 

Stóra alifuglabókin eftir Úlfar Finnbjörnsson hentar bæði til hátíðarbrigða og hversdags og uppskriftirnar eru hver annarri girnilegri. Við getum hiklaust mælt með henni og hver sem hefur á annað borð gaman að því að elda ætti að ná sér í eintak. Myndirnar eru glæsilegar og rúsínan í pylsuendanum er skref-fyrir-skref myndaþættir aftast í bókinni, þar sem hægt er að sjá hvernig best er að bera sig að við hin ýmsu verk er tengjast eldamennsku á alifuglakjöti.

Screen Shot 2014-12-18 at 15.53.53

Við hjá Hún fengum leyfi hjá Úlfari til að birta þessa frábæru uppskrift og hvetjum þig til að prófa. Segðu okkur svo hvernig til tókst. 

Úrbeinuð kjúklingalæri með blómkáli 

Final_Alifuglar 67[5]

 

Þessi eigulega bók er frábær jólagjöf fyrir alla matgæðinga. Það er líka góð hugmynd að gefa heimilinu einn pakka fyrir jól. Þessi bók er með margar mjög girnilegar kalkúna-uppskriftir sem er tilvalið að prófa yfir hátíðarnar og leyfa bragðlaukunum að njóta sín.

Screen Shot 2014-12-19 at 11.58.49Með þessari uppskrift mæla vínsérfræðingar okkar með hvítvíninu Piccini Memoro White

Screen Shot 2014-12-19 at 11.58.59eða rauðvíninu Rosemount Cabernet Merlot. Hvítvínið er þurrt og er búið til úr fjórum þrúgum frá Ítalíu. Rosemount er ástralskt rauðvín, þurrt og með sætkenndum berjabláma.

Þú finnur Stóru alifugla-bókina á tilboðsverði hjá Heimkaup.

Skrifaðu í athugasemd hér að neðan að þig langi í bókina og hvort þig langi í Rosemount Cabarnet rauðvínsflösku eða Piccini Memoro hvítvínsflösku með.

 

 

 

 

SHARE