230 fm íbúð á tveimur hæðum í Kópavogi

Þessi einstaklega fallega íbúð er í Lundi í Kópavogi. Hún er á tveimur hæðum með inngangi á báðum hæðum. 

 

774695053529b73626fb65c128401d26991f0505

Forstofan er á efri hæðinni og er mjög rúmgóð með stórum og góðum fataskápum og fallegum flísum á gólfi. Það eru svo tvö svefnherbergi á hæðinni, hjónaherbergi með fataherbergi og forstofuherbergi með góðum fataskápum.

7ec0626497413403b8e59deb1a12acdca230dbf9

Stofa,  borðstofa og eldhús eru í stóru og björtu rými. Takið eftir einstaklega fallegum hornglugga í stofunni.

2f47dd4874c5979363b3d218d53116cffa4c439f

Eldhús með vönduðum tækjum og innréttingum og það er falleg eyja í eldhúsi. Það eru flísar á milli efri og neðri skápa og inn af eldhúsi er gott búr með tengi fyrir þvottavél.

b13ddb406e473bff12426f0c12d85c58062ab570

Fallegur hringstigi liggur svo niður á neðri hæðina og þar er komið niður í rými sem nýtist sem sjónvarpsherbergi en einnig eru tvö svefnherbergi. Það eru flísar á gólfum og það er fínt þvottahús og geymsla á hæðinni.

0dd03c084200a8e56e4e47c377d2340005ea4770

 

Það er stutt í allt á þessum stað í Kópavoginum og umhverfið er ofsalega fallegt.

Sjáðu allar myndirnar hér fyrir neðan. Smelltu á fyrstu myndina til að fletta myndaalbúminu.

 

Nánari upplýsingar veita Þórunn Sigurðardóttir, thorunn@fastborg.is S. 778 7707
Úlfar Þór Davíðsson löggiltur fasteignasali í síma: 897-9030,  ulfar@fastborg.is  

 

Tengdar greinar: 

Fataherbergi: Draumur í dós

Þakíbúð á Laugaveginum

Einbýlishús í miðbænum á þremur hæðum

SHARE