3 hlutir sem vinir maka þíns segja ekki, en hugsa samt

Hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér hvað vinum mannsins þíns finnst raunverulega um þig?  Og samband ykkar? Það kemur þér kannski á óvart að sumir brandarar þínir í garð maka þíns verða til þess að vinir hans finna til með honum? Það kemur þér kannski líka á óvart að sumir af nánustu vinum hans vilja gjarnan hitta þig oftar?

Julie Hanks hjá Wasatch fjölskyldumeðferðarstöðinni fékk karlmenn til að segja frá því hvað þeim finnst um maka vina þeirra og við birtum fyrri partinn hér á Hún.is á dögunum.

Lestu þetta og athugaðu hvort þú sért að tengja við þetta

„Ekki tala niður til mannsins þíns“

Julie segir að ef vinir mannsins þíns eru sannir vinir, þá munu þeir verja hann ef þú talar niður til hans eða gerir lítið úr honum. Frank nokkur sagði frá þessu: „Eiginkona góðs vinar míns gerir lítið úr öllu sem hann segir. Mér líður illa að hlusta á það og ég verð reiður út í hana.“

Auðvitað er gott að eiga góða vini sem vilja ekki að brotið sé á manni. Kannski er það bara að þú ert með beittan húmor og brandarar þínir eru misskildir. Einnig getur verið að þú sért að leiðrétta hann til þess að þú lítir út fyrir að vera klárari. Líttu inn á við og sjáðu hvort það geti verið að þú sért með einhverja undirliggjandi gremju til maka þíns, sem kemur svona út. Ef svo er þurfið þið að ræða málið að sögn Julie.

Oft er betra að segja ekki neitt heldur en að vera með einhverja brandara sem kannski enginn skilur og valda bara misskilningi. 

„Það er óþolandi að þú tuðar yfir hverri krónu sem hann eyðir á meðan þú hendir peningum út um gluggann“

Þér finnst hann kannski hafa áhugamál sem þú skilur ekki og finnst hann eyða peningum í algjöra vitleysu, en vinum hans kann að finnast þú vera leiðinleg ef þú tuðar í hvert skipti sem hann eyðir í það sem skiptir hann máli. „Þetta er eitt af því sem veldur ágreiningi í samböndum,“ segir Julie. „Ef öll eyðsla er uppi á borðum og engin leyndarmál hvað það varðar, ættir þú að láta þér það lynda þó hann eyði einhverju í áhugamál sín. Þú veist að þú getur líka leyft þér að eyða í það sem þig langar til líka.“ Julie segir að hreinskilni og samskipti séu lykillinn að góðu gengi í þessum málum.

„Þú hefur breytt manninum til hins betra“

„Ég á vin sem var algjör slóði áður en hann gekk í hjónaband. Íbúðin hans var eins og herbergi á heimavist, hann stundaði enga líkamsrækt og borðaði óhollan mat,“ segir Rod nokkur. „Nú þegar hann er kvæntur hefur hann bætt sig þvílíkt mikið og ég myndi segja að það sé allt eiginkonu hans að þakka.“

Menn eins og Rod myndu aldrei segja þetta við þig, hvorki til þess að móðga þig né eiginmann þinn. Honum finnst hann jafnvel ekki þekkja þig nóg til þess að geta sagt þetta við þig. Það er samt gott að fá að heyra svona en getur orðið til þess að konur fara að ofhugsa þetta og spá í það hvort hann hafi verið að meina þetta eða verið að segja þetta í kaldhæðni.

 

SHARE